Raggi Bjarna sjötugur 22. september 2004 00:01 Söngvarinn ástsæli, Ragnar Bjarnason, er sjötugur í dag og heldur um leið upp á hálfrar aldar söngafmæli. Hann segir þjóðina ekki vera að losna við sig og hann hætti ekki að syngja á meðan röddin ekki gefur sig. Ragnar Bjarnason þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni, svo lengi hefur rödd hans hljómað í eyrum hennar. Það var ljóst strax á unglingsárum hvaða starf hann myndi leggja fyrir sig, enda er nú svo komið að hann heldur upp á 50 ára söngafmæli. Afmælisbarnið heldur upp á daginn í faðmi fjöldskyldunnar, en hann segir að dóttur sín ætli að halda veislu fyrir gamla manninn, en á laugardag verður söngveisla á Broadway. Raggi segir að þar verði allir sem koma að disknum sem út kemur í október og allir muni þar gleðjast með sér. Um 40 manns koma að nýju plötunni hans Ragnars, úrvalslið að hans sögn enda er hann alsæll með árangurinn. Það lítur reyndar út fyrir að uppselt verði á söngafmælið á laugardag og er því strax farið að tala um framhaldsafmæli 1. október og Ragnar segist til í það, því þrátt fyrir að vera orðinn sjötugur er hann ekkert að gefa eftir. Hann segir að það losni enginn við sig, enda hafi hann eins gaman af söngnum og fyrir 50 árum og á meðan guð gefi að hann haldi röddinni þá haldi hann áfram. Á löngum ferli, hefur ógrynni af lögum komið á hljómplötum með Ragnari og segir hann að í einna mestu uppáhaldi hjá sér sé lag pabba hans, „við bjóðum góða nótt", en einnig sé lag eins og „my way" í miklu uppáhaldi. Þá segist hann halda mikið upp á lag Gunnars Þórðarsonar, „ljúfa langa sumar", sem sé á disknum nýja. Lífið Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Söngvarinn ástsæli, Ragnar Bjarnason, er sjötugur í dag og heldur um leið upp á hálfrar aldar söngafmæli. Hann segir þjóðina ekki vera að losna við sig og hann hætti ekki að syngja á meðan röddin ekki gefur sig. Ragnar Bjarnason þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni, svo lengi hefur rödd hans hljómað í eyrum hennar. Það var ljóst strax á unglingsárum hvaða starf hann myndi leggja fyrir sig, enda er nú svo komið að hann heldur upp á 50 ára söngafmæli. Afmælisbarnið heldur upp á daginn í faðmi fjöldskyldunnar, en hann segir að dóttur sín ætli að halda veislu fyrir gamla manninn, en á laugardag verður söngveisla á Broadway. Raggi segir að þar verði allir sem koma að disknum sem út kemur í október og allir muni þar gleðjast með sér. Um 40 manns koma að nýju plötunni hans Ragnars, úrvalslið að hans sögn enda er hann alsæll með árangurinn. Það lítur reyndar út fyrir að uppselt verði á söngafmælið á laugardag og er því strax farið að tala um framhaldsafmæli 1. október og Ragnar segist til í það, því þrátt fyrir að vera orðinn sjötugur er hann ekkert að gefa eftir. Hann segir að það losni enginn við sig, enda hafi hann eins gaman af söngnum og fyrir 50 árum og á meðan guð gefi að hann haldi röddinni þá haldi hann áfram. Á löngum ferli, hefur ógrynni af lögum komið á hljómplötum með Ragnari og segir hann að í einna mestu uppáhaldi hjá sér sé lag pabba hans, „við bjóðum góða nótt", en einnig sé lag eins og „my way" í miklu uppáhaldi. Þá segist hann halda mikið upp á lag Gunnars Þórðarsonar, „ljúfa langa sumar", sem sé á disknum nýja.
Lífið Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira