Innlent

Safnað fyrir börn Sri

Framlög fólks til styrktar börnum Sri Rahmawati, sem lést með voveiflegum hætti í júlí hafa smám saman verið að skila sér inn á söfnunarreikning. Hefur safnast á aðra milljón króna. Að sögn Hörpu Rutar Hilmarsdóttur, kennara í skólanum þar sem börnin stunda nám er markmiðið að safna fjórum milljónum þannig að fjölskylda Sri geti flutt í viðunandi húsnæði. Talsvert vantar því upp á að sú upphæð hafi safnast. Börn Sri eru á aldrinum 2ja, 14 og 15 ára. Systir Sri og eiginmaður hennar hafa tekið þau að sér í varanlegt fóstur. Þau hjón eiga þrjú börn fyrir svo þau eru nú með sex börn á aldrinum 2ja, 9, 11, 13, 14 og 15 ára í 90 fermetra íbúð. Stuðningshópur söfnunarinnar hyggst efna til söfnunardags 2. október. Sett verður saman fjölbreytt dagskrá, fram fer listmunauppboð, skólafélagar barnanna efna til happdrættis og svo má áfram telja. Númer söfnunarreikningsins er: 0139-05-64466 á kennitölu: 130147-4109. Öll framlög, stór og smá eru vel þegin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×