Áhyggjufullir en óbugaðir 21. september 2004 00:01 Kennarar óttast að yfirstandandi verkfall verði bæði langt og strangt. Margir þeirra sækja verkfallsmiðstöðvar víða um land til að sýna samstöðu og fá stuðning frá starfsystkinum sínum. Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttarholtsskóla, og Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Hólabrekkuskóla, voru í gær í verkfallsmiðstöð Kennarafélags Reykjavíkur í gamla Karphúsinu við Borgartún. Jón Pétur hefur ekki áður verið í þessum aðstæðum. "Ég á örugglega eftir að upplifa hluti sem ég veit ekki hverjir eru núna. Ég hef heyrt það frá mér reyndara fólki að menn geti jafnvel lagst í þunglyndi og þess vegna getur verkfallsmiðstöðin veitt svo mikilvægan stuðning." Miðstöðin er fjölsótt þótt Kristbjörgu finnist að yngri kennarar mættu vera meira áberandi. "Ég held að þeir átti sig ekki á því að þetta er ekkert frí. Þeir halda að þeir eigi að bíða heima, svo verði samið og þá geti þeir komið aftur. Við mætum hins vegar hér í okkar verkfallsvinnu." Bæði eru sammála um að tekjumissirinn sem af verkfallinu leiðir muni koma verulega við kaunin á kennurum. "Í október fer virkilega að sverfa að og má búast við fyrsti hálfi mánuðurinn verði virkilega erfiður", segir Jón Pétur. "Fjárhagsskuldbindingar margra kennara eru töluverðar og ég veit að úr fyrri verkföllum þá hefur fólk nánast farið á hausinn þannig að þetta er ekkert grín. Áhyggjurnar sem fólk hefur af fjárhagnum eru það sem helst fælir það frá því að nota verkfallsvopnið, og svo auðvitað umhyggja fyrir börnunum." Kristbjörg hefur kennt um áraraðir og lagt niður störf nokkrum sinnum áður. Hún telur aðalmuninn á þessu verkfalli og því sem kennarar fóru í vorið 1995 liggja í aðkomu stórfyrirtækja að deilunni sem hún álítur að kæri sig kollótt um réttindabaráttu þeirra. Bæði búa þau sig undir langt verkfall og þó að horfurnar séu dökkar láta þau engan bilbug á sér finna. "Það er spurning hvort hægt sé að svelta kennarana til hlýðni. Ég vona ekki," segir Jón Pétur Zimsen. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Kennarar óttast að yfirstandandi verkfall verði bæði langt og strangt. Margir þeirra sækja verkfallsmiðstöðvar víða um land til að sýna samstöðu og fá stuðning frá starfsystkinum sínum. Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttarholtsskóla, og Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Hólabrekkuskóla, voru í gær í verkfallsmiðstöð Kennarafélags Reykjavíkur í gamla Karphúsinu við Borgartún. Jón Pétur hefur ekki áður verið í þessum aðstæðum. "Ég á örugglega eftir að upplifa hluti sem ég veit ekki hverjir eru núna. Ég hef heyrt það frá mér reyndara fólki að menn geti jafnvel lagst í þunglyndi og þess vegna getur verkfallsmiðstöðin veitt svo mikilvægan stuðning." Miðstöðin er fjölsótt þótt Kristbjörgu finnist að yngri kennarar mættu vera meira áberandi. "Ég held að þeir átti sig ekki á því að þetta er ekkert frí. Þeir halda að þeir eigi að bíða heima, svo verði samið og þá geti þeir komið aftur. Við mætum hins vegar hér í okkar verkfallsvinnu." Bæði eru sammála um að tekjumissirinn sem af verkfallinu leiðir muni koma verulega við kaunin á kennurum. "Í október fer virkilega að sverfa að og má búast við fyrsti hálfi mánuðurinn verði virkilega erfiður", segir Jón Pétur. "Fjárhagsskuldbindingar margra kennara eru töluverðar og ég veit að úr fyrri verkföllum þá hefur fólk nánast farið á hausinn þannig að þetta er ekkert grín. Áhyggjurnar sem fólk hefur af fjárhagnum eru það sem helst fælir það frá því að nota verkfallsvopnið, og svo auðvitað umhyggja fyrir börnunum." Kristbjörg hefur kennt um áraraðir og lagt niður störf nokkrum sinnum áður. Hún telur aðalmuninn á þessu verkfalli og því sem kennarar fóru í vorið 1995 liggja í aðkomu stórfyrirtækja að deilunni sem hún álítur að kæri sig kollótt um réttindabaráttu þeirra. Bæði búa þau sig undir langt verkfall og þó að horfurnar séu dökkar láta þau engan bilbug á sér finna. "Það er spurning hvort hægt sé að svelta kennarana til hlýðni. Ég vona ekki," segir Jón Pétur Zimsen.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira