Aðför að stéttarfélögum landsins 21. september 2004 00:01 Formaður Sjómannasambandsins segir að samningur áhafnarinnar á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagsins Brims, um stofnun einkahlutafélags um rekstur skipsins til að sniðganga kjarasamninga, sé aðför að stéttarfélögum í landinu. Samningurinn er gerður í trássi við vilja samtaka sjómanna en með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins. Sjómennirnir ganga úr verkalýðsfélögum sínum og nýja útgerðarfélagið verður ekki í LÍÚ. Samkvæmt samningnum verða færri í áhöfn en á sambærilegum skipum og ekki verður lengur þrjátíu klukkustunda hafnarfrí við hverja löndun heldur verður haldið út strax að löndun lokinni. Á móti á svonefnd skiptiáhöfn að tryggja að hver skipverji fái sjö daga frí á hverju þrjátíu daga tímabili. Þannig verða ávallt tólf í áhöfn og sex í landi. Hvert kauptryggingatímabil verður framvegis almanaksmánuður en ekki hver veiðiferð. Um hver mánaðamót verður greitt upp í væntanlegan hlut og lokauppgjör gert innan hálfs mánaðar. Bæði áhöfnin og talsmenn Brims segjast sjá ávinning af þessu samkomulagi, meðal annars vegna þess að togarinn geti stundað veiðar í mun fleiri daga á ári en ella þannig að tekjur verði meiri. Verið er að búa togarann til ísfiskveiða og á hann að láta úr höfn eftir fáeina daga. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að málið snúist um miklu meira en þessa einu áhöfn og að sér lítist ekki á blikuna. „Hvar eru stéttarfélög í landinu stödd ef vinnuveitendur ætla að fara í að brjóta niður verkalýðshreyfinguna?“ spyr Sævar. „Þetta er aðför að stéttarfélögunum, að vörn verkafólksins fyrir sínum kjörum. Í samningnum er hvergi minnst á lífeyrisréttindi sem allir hafa samið um á almenna markaðinum, nema sjómenn,“ segir Sævar. Sævar segir að það eina sem Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður sé að gera fyrir sjómenn með þessum samningi sé að ef þeir geri samning eins og honum þóknist, þá megi þeir veiða eins mikið af kvóta og þeir geti. Spurður hvort það séu slæm skipti spyr Sævar á móti hvort kvótinn eigi að vera á kvótaeign útgerðarmanna til að versla með gagnvart kjarasamningum. Sævar segist ekki vilja lýsa yfir neinum aðgerðum í málinu „ . . . en siðferðið hjá þessum ágæta manni er alveg niðri í rassgati,“ segir Sævar. Hægt er að hlusta á viðtal við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambandsins, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Formaður Sjómannasambandsins segir að samningur áhafnarinnar á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagsins Brims, um stofnun einkahlutafélags um rekstur skipsins til að sniðganga kjarasamninga, sé aðför að stéttarfélögum í landinu. Samningurinn er gerður í trássi við vilja samtaka sjómanna en með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins. Sjómennirnir ganga úr verkalýðsfélögum sínum og nýja útgerðarfélagið verður ekki í LÍÚ. Samkvæmt samningnum verða færri í áhöfn en á sambærilegum skipum og ekki verður lengur þrjátíu klukkustunda hafnarfrí við hverja löndun heldur verður haldið út strax að löndun lokinni. Á móti á svonefnd skiptiáhöfn að tryggja að hver skipverji fái sjö daga frí á hverju þrjátíu daga tímabili. Þannig verða ávallt tólf í áhöfn og sex í landi. Hvert kauptryggingatímabil verður framvegis almanaksmánuður en ekki hver veiðiferð. Um hver mánaðamót verður greitt upp í væntanlegan hlut og lokauppgjör gert innan hálfs mánaðar. Bæði áhöfnin og talsmenn Brims segjast sjá ávinning af þessu samkomulagi, meðal annars vegna þess að togarinn geti stundað veiðar í mun fleiri daga á ári en ella þannig að tekjur verði meiri. Verið er að búa togarann til ísfiskveiða og á hann að láta úr höfn eftir fáeina daga. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að málið snúist um miklu meira en þessa einu áhöfn og að sér lítist ekki á blikuna. „Hvar eru stéttarfélög í landinu stödd ef vinnuveitendur ætla að fara í að brjóta niður verkalýðshreyfinguna?“ spyr Sævar. „Þetta er aðför að stéttarfélögunum, að vörn verkafólksins fyrir sínum kjörum. Í samningnum er hvergi minnst á lífeyrisréttindi sem allir hafa samið um á almenna markaðinum, nema sjómenn,“ segir Sævar. Sævar segir að það eina sem Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður sé að gera fyrir sjómenn með þessum samningi sé að ef þeir geri samning eins og honum þóknist, þá megi þeir veiða eins mikið af kvóta og þeir geti. Spurður hvort það séu slæm skipti spyr Sævar á móti hvort kvótinn eigi að vera á kvótaeign útgerðarmanna til að versla með gagnvart kjarasamningum. Sævar segist ekki vilja lýsa yfir neinum aðgerðum í málinu „ . . . en siðferðið hjá þessum ágæta manni er alveg niðri í rassgati,“ segir Sævar. Hægt er að hlusta á viðtal við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambandsins, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira