Innlent

Skjálfti við Þjórsá

Skjálfti sem mældist 3.2 á Richter varð við Þjórsá, um 5 km suðvestan við Ásahverfi í Holtum, uppúr klukkan fjögur í nótt Um 10 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Þeir eru allir minni en 1.5 að stærð. Ekki er vitað til þess að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum í nótt. Skjálftar eru ekki óalgengir á þessum slóðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×