Innlent

Lokahrina viðræðna hafin

Reyna á til þrautar að ná samkomulagi í kjaradeilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga í dag. Samninganefndir komu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um tíu leytið í morgun og segja menn að enn sé von á meðan deilendur ræða saman. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir mikið bera í milli en vill ekki spá fyrir um horfur á því að samningar takist. Ásmundur segir andann endurspegla það að menn geri sér ljóst að verkfall skelli á í grunnskólunum á morgun náist ekki samningar. Ef það gerist munu 4300 kennarar sitja heima og þar með 45000 grunnskólabörn. Áfram verður þó kennt í einkaskólum á höfuðborgarsvæðinu, Ísaksskóla, Tjarnarskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar, Landakotsskóla og Suðurhlíðarskóla. Nemendur í tíunda bekk grunnskólanna í Hafnarfirði ætla að efna til mótmæla fyrir utan hús ríkissáttasemjara í Borgartúni klukkan sex í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×