Innlent

Atlantsolía brátt til Reykjavíkur

Atlantsolía stefnir að því að fyrsta bensínstöð félagsins í Reykjavík geti tekið til starfa fyrir áramót, eftir að Borgarráð samþykkti í gær skipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir sjálfsafgreiðslustöð við Bústaðaveg, á móts við Sprengisand. Þetta eru meiri tíðindi en að bara sé verið að reisa bensínstöð, því bensínverð hjá hinum olíufélögunum hefur verið lang lægst í grennd við stöðvar Atlantsolíu í Kópavogi og Hafnarfirði. Þannig er sjálfsafgreiðsluverð annara olíufélaga en Atlantsolíu nokkrum króknum hærra í Reykjavík en í Kópavogi og Hafnarfirði, en ferð að líkindum lækkandi þegar Atlantsolía kemur á Reykjavíkurmarkaðinn. Að sögn Huga Hreiðarssonar markaðsstjóra Atlantsolíu liggur hönnun fyrir og nú tekur við að afla þeira leyfa, sem upp á vantar. Síðan geti tekið um tvo mánuði að reysa stöðina. Áður en Borgarráð tók þessa afstöðu hafði félagið fengið vilyrði fyrir staðsentingunni, ef hún yrði samþykt í Borgarráði, en öll olíufélög nema Olís, sóttu líka um lóðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×