Tugmilljóna tjón í Freysnesi 16. september 2004 00:01 Þakið rifnaði af 300 fermetra byggingu Hótels Skaftafells í Freysnesi í fárviðri í nótt og annað hús á staðnum færðist til á grunninum. Vegna veðurofsans urðu gestir að yfirgefa hótelið í brynvörðum bíl. Tjónið nemur tugum milljóna króna. Vindurinn á svæðinu fór yfir 50 metra á sekúndu í mestu hviðunum í nótt með þeim afleiðingum að þakið þeyttist af 300 fermetra húsi og brotnaði í spón. Flaggstangir og ljósastaurar brotnuðu eins og eldspýtur og spýtnabrak þeyttist um allt. Slík veður eru ekki eins fátíð og ætla mætti á svæðinu enda liggur það óheppilega við sterkum austanáttum og fjöllin í kring magna upp vindstyrkinn. Jón Benediktsson, eigandi hótelsins, segir það óskemmtilega tilfinningu að horfa á hótelið sitt svona útlítandi. Þetta sé hins vegar bara eitthvað sem verði að taka á og það verði gert. Það sé samt fyrir öllu að enginn slasaðist. Þrjátíu manns gistu á hótelinu í nótt og varð að vonum hverft við. Stærstur hluti þeirra er eldri borgarar frá Kanada á hringferð um landið. Einn þeirra, Joyce Autey, segir veðurofsann hafa byrjað kum tvöleytið í nótt; fyrst hvessti og síðan kom steypiregn. Allt fór að hristast og þakið losnaði og lamdist við gluggana. „Ég klæddi mig og var viðbúin öllu sem kynni að gerast,“ segir Autey. „Ég sá þakklæðninguna lenda en vissi ekki hvað það var. Svo heyrði ég þakið lyftast og koma niður með miklum hvelli. Þá vissi ég að tími væri kominn til að klæða sig.“ Ragnhildur Sigurðardóttir, leiðsögumaður hópsins, segir flesta hafa verið frekar hrædda þegar ósköpin gengu yfir. Allt hafi hins vegar gengið vel fyrir sig. Gestirnir voru fluttir niður í kjallara hótelsins og biðu þar eftir björgunarsveitinni. Hún kom á brynvörðum bíl og selflutti fólkið yfir í þjónustumiðstöðina í Skaftafelli þar sem það dvaldi í góðu yfirlæti fram eftir degi. Síðdegis hélt það svo áfram ferð sinni eins og ekkert hefði í skorist. Brynvarði bíllinn kemur frá þýska hernum og hentar sérstaklega vel til björgunarstarfa í fárviðri vegna þyngdar sinnar. Í dag komu fulltrúar tryggingafélaganna að skoða aðstæður en hótelið var vel tryggt. Það er ljóst að tjónið hleypur á tugum milljóna. Jón hóteleigandi segir, eftir að hafa ráðfært sig við smiði á svæðinu, að eftir hálfan mánuð eða svo verði búið að lagfæra skemmdirnar. Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Þakið rifnaði af 300 fermetra byggingu Hótels Skaftafells í Freysnesi í fárviðri í nótt og annað hús á staðnum færðist til á grunninum. Vegna veðurofsans urðu gestir að yfirgefa hótelið í brynvörðum bíl. Tjónið nemur tugum milljóna króna. Vindurinn á svæðinu fór yfir 50 metra á sekúndu í mestu hviðunum í nótt með þeim afleiðingum að þakið þeyttist af 300 fermetra húsi og brotnaði í spón. Flaggstangir og ljósastaurar brotnuðu eins og eldspýtur og spýtnabrak þeyttist um allt. Slík veður eru ekki eins fátíð og ætla mætti á svæðinu enda liggur það óheppilega við sterkum austanáttum og fjöllin í kring magna upp vindstyrkinn. Jón Benediktsson, eigandi hótelsins, segir það óskemmtilega tilfinningu að horfa á hótelið sitt svona útlítandi. Þetta sé hins vegar bara eitthvað sem verði að taka á og það verði gert. Það sé samt fyrir öllu að enginn slasaðist. Þrjátíu manns gistu á hótelinu í nótt og varð að vonum hverft við. Stærstur hluti þeirra er eldri borgarar frá Kanada á hringferð um landið. Einn þeirra, Joyce Autey, segir veðurofsann hafa byrjað kum tvöleytið í nótt; fyrst hvessti og síðan kom steypiregn. Allt fór að hristast og þakið losnaði og lamdist við gluggana. „Ég klæddi mig og var viðbúin öllu sem kynni að gerast,“ segir Autey. „Ég sá þakklæðninguna lenda en vissi ekki hvað það var. Svo heyrði ég þakið lyftast og koma niður með miklum hvelli. Þá vissi ég að tími væri kominn til að klæða sig.“ Ragnhildur Sigurðardóttir, leiðsögumaður hópsins, segir flesta hafa verið frekar hrædda þegar ósköpin gengu yfir. Allt hafi hins vegar gengið vel fyrir sig. Gestirnir voru fluttir niður í kjallara hótelsins og biðu þar eftir björgunarsveitinni. Hún kom á brynvörðum bíl og selflutti fólkið yfir í þjónustumiðstöðina í Skaftafelli þar sem það dvaldi í góðu yfirlæti fram eftir degi. Síðdegis hélt það svo áfram ferð sinni eins og ekkert hefði í skorist. Brynvarði bíllinn kemur frá þýska hernum og hentar sérstaklega vel til björgunarstarfa í fárviðri vegna þyngdar sinnar. Í dag komu fulltrúar tryggingafélaganna að skoða aðstæður en hótelið var vel tryggt. Það er ljóst að tjónið hleypur á tugum milljóna. Jón hóteleigandi segir, eftir að hafa ráðfært sig við smiði á svæðinu, að eftir hálfan mánuð eða svo verði búið að lagfæra skemmdirnar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira