Innlent

Innilokaður en hefur það gott

Trausti Davíð Karlsson, sem situr nú einn í heiminum í bíl sínum, innilokaður á milli aur- og grjótskriða í Vattarnesskriðum á milli Hafnar og Djúpavogs, segist í viðtali við fréttastofuna hafa það gott í einverunni en sé sárlega farinn að sakna kaffisopa. Hann segist vera á öruggum stað á milli skriðanna og bíða með óþreyju eftir að vegagerðarmenn nái að hreinsa veginn. Nú hefur stytt upp og er hreinsunarvinnan hafin en Trausti Davíð býst ekki við að vegurinn verði orðinn fær fyrr en um fimmleytið, og að þá verði hann farinn að vanta meira en kaffi. Að minnsta kosti önnur skriðan er óvenju efnismikil og er mikill aur á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×