Innlent

Evrópsk samgönguvika hefst

Evrópsk samgönguvika var sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hérlendis taka öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þátt í verkefninu auk Ísafjarðarkaupstaðar en alls taka um 350 borgir vítt og breytt um Evrópu virkan þátt í samgönguvikunni. Tilgangur hennar er að vekja almenning til umhugsunar um umferðarmenningu og þær fjölmörgu leiðir sem eru færar til að efla hana og draga úr mengun. Meginþema vikunnar í ár er öryggi barna í umferðinni. Evrópsku samgönguvikunni lýkur á miðvikudag með bíllausa deginum en þá verður frítt í strætó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×