Innlent

Mótmæli við Þjóðarbókhlöðuna

Stúdentaráð Háskóla Íslands efnir til mótmælastöðu fyrir framan Þjóðarbókhlöðuna klukkan sjö í kvöld. Tilgangurinn er að mótmæla skertum afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðunnar en ekki hefur fengist fé í ár líkt og áður til að greiða kostnað við kvöld- og helgaropnun safnsins. Safninu er því lokað klukkan sjö en ekki klukkan tíu eins og áður. Ætlunin er að stilla upp stólum og borðum fyrir framan Þjóðarbókhlöðuna til þess að stúdentar geti haldið áfram að læra eftir lokun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×