Töluvert tjón á Hvolsvelli 16. september 2004 00:01 Töluvert tjón varð á Hvolsvelli og á bæjum þar í grennd í miklu hvassviðri sem geisað hefur víða á suður- og suðvesturlandi í nótt. Á bænum Velli var maður í hættu þegar þak fauk í heilu lagi af gömlu mannlausu íbúðarhúsi og lenti á öðru íbúðarhúsi þar sem maðurinn stóð við glugga. Tré brotnuðu niður í nokkrum görðum á Hvolsvelli og járnplötur losnuðu þar af þökum, sem ekki hefur gerst síðan í febrúarveðrinu mikla fyrir þrettán árum. Vindhraði á þessum slóðum mældist allt að þrjátíu metrum á sekúndu í nótt. Þar og víða annars staðar voru björgunarsveitir kallaðar út til að hefta fjúkandi stillasa, gervihnattadiska og ýmislegt lauslegt sem fólk er ekki búið að njörfa niður fyrir veturinn. Í Eyjum fauk járnplata meðal annars í gegnum stofuglugga og inn á gólf. Björgunarsveitarmenn eru að störfum þar. Þá kemst Herjólfur ekki út samkvæmt áætlun en skilyrði verða könnuð nánar klukkan tíu. Allt innanlandsflug hefur líka legið niðri í morgun. Í morgun hafði lögreglunni í Reykjavík borist tíu beiðnir um aðstoð vegna foks af ýmsu tagi og björgunarsveitarmenn hafa látið til sín taka á tuttugu stöðum. Þar liðaðist meðal annars húsbíll í sundur eftir að vindur komst inn í hann. Þá voru björgunarsveitarmenn kallaðir í suðurbugt Reykjavíkurhafnar til að hemja þar báta, flotbryggjur og landganga. Á Selfossi var hins vegar minni vindur en þar gerði úrhellis rigningu upp úr klukkan þrjú í nótt. Á Reykjanesi var hvasst í nótt en hvergi til vandræða svo vitað sé og millilandaflug gekk samkvæmt áætlun. Myndin er frá Hvolsvelli. Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Töluvert tjón varð á Hvolsvelli og á bæjum þar í grennd í miklu hvassviðri sem geisað hefur víða á suður- og suðvesturlandi í nótt. Á bænum Velli var maður í hættu þegar þak fauk í heilu lagi af gömlu mannlausu íbúðarhúsi og lenti á öðru íbúðarhúsi þar sem maðurinn stóð við glugga. Tré brotnuðu niður í nokkrum görðum á Hvolsvelli og járnplötur losnuðu þar af þökum, sem ekki hefur gerst síðan í febrúarveðrinu mikla fyrir þrettán árum. Vindhraði á þessum slóðum mældist allt að þrjátíu metrum á sekúndu í nótt. Þar og víða annars staðar voru björgunarsveitir kallaðar út til að hefta fjúkandi stillasa, gervihnattadiska og ýmislegt lauslegt sem fólk er ekki búið að njörfa niður fyrir veturinn. Í Eyjum fauk járnplata meðal annars í gegnum stofuglugga og inn á gólf. Björgunarsveitarmenn eru að störfum þar. Þá kemst Herjólfur ekki út samkvæmt áætlun en skilyrði verða könnuð nánar klukkan tíu. Allt innanlandsflug hefur líka legið niðri í morgun. Í morgun hafði lögreglunni í Reykjavík borist tíu beiðnir um aðstoð vegna foks af ýmsu tagi og björgunarsveitarmenn hafa látið til sín taka á tuttugu stöðum. Þar liðaðist meðal annars húsbíll í sundur eftir að vindur komst inn í hann. Þá voru björgunarsveitarmenn kallaðir í suðurbugt Reykjavíkurhafnar til að hemja þar báta, flotbryggjur og landganga. Á Selfossi var hins vegar minni vindur en þar gerði úrhellis rigningu upp úr klukkan þrjú í nótt. Á Reykjanesi var hvasst í nótt en hvergi til vandræða svo vitað sé og millilandaflug gekk samkvæmt áætlun. Myndin er frá Hvolsvelli.
Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira