Innlent

Sundabraut verði hraðað

Bæjarstjórn Akraness vill að ríkisstjórn og Alþingi kappkosti lagningu Sundabrautar og hraði undirbúningi hennar. Á bæjarstjórnarfundi í fyrradag var tekið undir nýlega ályktun samgöngunefndar Reykjavíkur um að lagning Sundabrautar sé ein allra mikilvægasta samgöngubótin á höfuðborgarsvæðinu enda hafi hún jákvæð áhrif á byggðaþróun. Þá skipti hún máli í fyrirhugaðri sameiningu hafnanna á Akranesi, Reykjavík, Borgarnesi og Grundartanga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×