Innlent

Vopnahlé vegna Vatnsendakrika

"Ætli það sé ekki rétt að orða það svo að vopnahlé ríki," segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi um deiluna sem reis við Reykjavík þegar borgarráð meinaði Kópavogi að leggja kaldavatnsleiðslu frá borholum í Vatnsendakrikum yfir land borgarinnar í Heiðmörk. Sigurður segist hafa fundað með Þórólfi Árnasyni, borgarstjóra fyrir skömmu og gerði ráð fyrir að bærinn myndi tilnefna einhverja tvo menn til áframhaldandi viðræðna við borgina. Í áliti borgarlögmanns í sumar kemur fram að borgin líti svo á að Vatnsendakrikar,hafi verið teknir eignarnámi árið 1949 og bætur greiddar fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×