Innlent

Sló mann með glerglasi

Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Hann er sakaður um að hafa slegið annan mann í höfuðið með glerglasi þannig að glasið brotnaði. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn sem varð fyrir högginu hlaut djúpt skurðsár hægra megin við höku. Skurðurinn var um einum sentímetra frá hálsslagæð mannsins auk þess sem hann hlaut mörg minni sár í andlitið. Krafist er að árásarmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu skaðabóta upp á rúmlega sex hundruð þúsund króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×