Heilsuskóli er verkfallsbrot 14. september 2004 00:01 Kennarasambandið telur það verkfallsbrot ef fyrirtæki bjóða upp á barnagæslu fyrir starfsmenn meðan á kennaraverkfalli stendur. Íslandsbankamenn lýsa undrun sinni yfir þessari afstöðu. Íslandsbanki og Sjóvá - Almennar hafa sem kunnug er boðið starfsmönnum sínum að senda börn sín í svokallaðan Heilsuskóla í félagsheimili Þróttar í Laugardal, komi til verkfalls grunnskólakennara. Viðbrögð talsmanna kennara hafa verið tvennskonar. Í Fréttablaðinu í dag segist varaformaður Félags grunnskólakennara við fyrstu sýn ekki telja þetta verkfallsbrot enda hljóti einkafyrirtækjum að vera frjálst að gera það sem þau vilja. Önnur afstaða birtist hins vegar í dag frá Eiríki Jónssyni, formanni Kennarasambandsins. Hann segir skóla lokaða í verkfalli og því sé þeirri starfsemi sem þar eigi að fara fram úthýst. Því sé litið þannig á að þeir sem ætli sér að taka upp samsvarandi starfsemi annars staðar séu að fremja ígildi verkfallsbrots og stilli sér upp sem andstæðingar kennara og þau verði meðhöndluð sem slík. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, segist hissa yfir afstöðu kennara, enda telji fyrirtækið að fjölskylduvæn stefna fari saman við hagsmuni kennara. Hann segist ekki sjá að þetta ógni Kennarasambandinu. Hann segir að þeir muni hitta kennara á morgun og þar verði farið yfir málin. Eiríkur segir þrátt fyrir þetta að ekki yrði litið á það sem verkfallsbrot ef foreldrar sjálfir tækju sig saman um barnapössun, enda sé það allt annað mál en þegar stórfyrirtæki standi fyrir slíku. Af kjaradeilunni er það hins vegar að frétta að þar er enn stál í stál og segir Eiríkur að eftir því sem tíminn líði án þess að neitt gerist aukist líkurnar á verkfalli, en þó sé rétt að halda í vonina í lengstu lög. Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Kennarasambandið telur það verkfallsbrot ef fyrirtæki bjóða upp á barnagæslu fyrir starfsmenn meðan á kennaraverkfalli stendur. Íslandsbankamenn lýsa undrun sinni yfir þessari afstöðu. Íslandsbanki og Sjóvá - Almennar hafa sem kunnug er boðið starfsmönnum sínum að senda börn sín í svokallaðan Heilsuskóla í félagsheimili Þróttar í Laugardal, komi til verkfalls grunnskólakennara. Viðbrögð talsmanna kennara hafa verið tvennskonar. Í Fréttablaðinu í dag segist varaformaður Félags grunnskólakennara við fyrstu sýn ekki telja þetta verkfallsbrot enda hljóti einkafyrirtækjum að vera frjálst að gera það sem þau vilja. Önnur afstaða birtist hins vegar í dag frá Eiríki Jónssyni, formanni Kennarasambandsins. Hann segir skóla lokaða í verkfalli og því sé þeirri starfsemi sem þar eigi að fara fram úthýst. Því sé litið þannig á að þeir sem ætli sér að taka upp samsvarandi starfsemi annars staðar séu að fremja ígildi verkfallsbrots og stilli sér upp sem andstæðingar kennara og þau verði meðhöndluð sem slík. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, segist hissa yfir afstöðu kennara, enda telji fyrirtækið að fjölskylduvæn stefna fari saman við hagsmuni kennara. Hann segist ekki sjá að þetta ógni Kennarasambandinu. Hann segir að þeir muni hitta kennara á morgun og þar verði farið yfir málin. Eiríkur segir þrátt fyrir þetta að ekki yrði litið á það sem verkfallsbrot ef foreldrar sjálfir tækju sig saman um barnapössun, enda sé það allt annað mál en þegar stórfyrirtæki standi fyrir slíku. Af kjaradeilunni er það hins vegar að frétta að þar er enn stál í stál og segir Eiríkur að eftir því sem tíminn líði án þess að neitt gerist aukist líkurnar á verkfalli, en þó sé rétt að halda í vonina í lengstu lög.
Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira