Svöðusár í andliti Flóans 12. september 2004 00:01 "Við stöðvuðum efnistöku af toppi Ingólfsfjalls eftir að okkur barst úrskurður Skipulagsstofnunar til eyrna," sagði Magnús Ólason, annars forsvarsmanna Fossvéla á Selfossi. Fyrirtækið hefur unnið að efnistöku úr fjallinu, fyrst í eldri námu, en síðar með því að ýta möl ofan af toppi fjallsins niður í námuna. Mölin hefur verið notuð til ýmissa framkvæmda á Selfossi. Í úrskurði Skipulagsstofnunar, sem birtur var í lok vikunnar segir að óheimilt sé að vinna efni efst úr Ingólfsfjalli. Beinir stofnunin því til skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss að stöðva framkvæmdir verktaka sem rutt hafa möl þaðan niður í eldri námu um margra mánaða skeið. Þessi úrskurður þýðir, að efnistaka uppi á fjallinu sé tilkynningarskyld til ákvörðunar á matsskyldu og þar með er ekki heimilt að vinna efni þar fyrr en hefðbundinni málsmeðferð er lokið. Landeigendur eða verktakar sem leigja námasvæðið geta áfrýjað þessum úrskurði til umhverfisráðherra "Ingólfsfjall er andlit Flóans," sagði Siggeir Jónsson yfirverkstjóri umhverfisdeildar Árborgar um efnistökuna í fjallinu. "Mér finnst þetta vera eins og svöðusár í andliti hans. En það heyrir undir annað sveitarfélag, það er Ölfus, svo við getum lítið sagt og illa beitt okkur í málinu. Þegar þeir voru svo komnir upp á fjallið líka og farnir að ýta fram af því, þá keyrði alveg um þverbak." Siggeir sagði ljóst, að verktakanir yrðu að finna aðra námu, yrði þessari lokað. menn væru að tala um að þetta væri svo ódýrt efni og héldi byggingarkostnaði á Selfossi niðri vegna þess að flutningskostnaður væri lítill. Önnur sveitarfélög, til dæmis Reykjavík, yrðu að flytja sitt efni um langan veg og Selfyssingar hlytu að geta það líka. "Mér finnst að menn verði að leita annarra leiða," sagði Siggeir. "Við þurfum að horfa til framtíðar, en ekki einungis viku eða tíu daga fram í tímann." Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
"Við stöðvuðum efnistöku af toppi Ingólfsfjalls eftir að okkur barst úrskurður Skipulagsstofnunar til eyrna," sagði Magnús Ólason, annars forsvarsmanna Fossvéla á Selfossi. Fyrirtækið hefur unnið að efnistöku úr fjallinu, fyrst í eldri námu, en síðar með því að ýta möl ofan af toppi fjallsins niður í námuna. Mölin hefur verið notuð til ýmissa framkvæmda á Selfossi. Í úrskurði Skipulagsstofnunar, sem birtur var í lok vikunnar segir að óheimilt sé að vinna efni efst úr Ingólfsfjalli. Beinir stofnunin því til skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss að stöðva framkvæmdir verktaka sem rutt hafa möl þaðan niður í eldri námu um margra mánaða skeið. Þessi úrskurður þýðir, að efnistaka uppi á fjallinu sé tilkynningarskyld til ákvörðunar á matsskyldu og þar með er ekki heimilt að vinna efni þar fyrr en hefðbundinni málsmeðferð er lokið. Landeigendur eða verktakar sem leigja námasvæðið geta áfrýjað þessum úrskurði til umhverfisráðherra "Ingólfsfjall er andlit Flóans," sagði Siggeir Jónsson yfirverkstjóri umhverfisdeildar Árborgar um efnistökuna í fjallinu. "Mér finnst þetta vera eins og svöðusár í andliti hans. En það heyrir undir annað sveitarfélag, það er Ölfus, svo við getum lítið sagt og illa beitt okkur í málinu. Þegar þeir voru svo komnir upp á fjallið líka og farnir að ýta fram af því, þá keyrði alveg um þverbak." Siggeir sagði ljóst, að verktakanir yrðu að finna aðra námu, yrði þessari lokað. menn væru að tala um að þetta væri svo ódýrt efni og héldi byggingarkostnaði á Selfossi niðri vegna þess að flutningskostnaður væri lítill. Önnur sveitarfélög, til dæmis Reykjavík, yrðu að flytja sitt efni um langan veg og Selfyssingar hlytu að geta það líka. "Mér finnst að menn verði að leita annarra leiða," sagði Siggeir. "Við þurfum að horfa til framtíðar, en ekki einungis viku eða tíu daga fram í tímann."
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira