Innlent

Tveir með skurði á höfði

Á fimmta tímanum í nótt voru tveir menn fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með skurði á höfði að sögn Víkurfrétta. Annar þeirra hafði verið sleginn í andlitið á skemmtistað í Keflavík og var saumaður skurður á vör. Hinn hafði dottið í heimahúsi í Njarðvík og fengið skurð á höfuðið sem sauma þurfti. Um tíuleytið í gærkvöld var óskað eftir lögreglu og sjúkrabifreið að heimahúsi í Sandgerði. Þar hafði kona dottið á höfuðið þegar hún var að stíga upp í heitan pott og misst meðvitund. Hún fékk fljótlega rænuna aftur og var ekki aðgerða þörf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×