Innlent

Kajakmennirnir halda áfram

Leiðangur blindu kajakmannanna við Grænlandsstrendur heldur áfram eftir að þeir lentur í slagviðri í fyrrinótt. Þeir þurftu að gera hlé á ferð sinni í gær þar sem slæmt var í sjóinn en voru hins vegar bjartsýnir á að veðrið myndi ganga niður í dag og þeir kæmust af stað. Leiðangursmennirnir eru væntanlegir til landsins á föstudaginn en hægt er að fylgjast með ferðum þeirra á internet.is/leidangur. Þeir sem hafa áhuga á að heita á þá kappana er bent á að hringja í síma 902-5100 en þá dragast 1.000 krónur af símreikningi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×