Sjálfbjarga í fjármálum 24. ágúst 2004 00:01 "Hugmyndin kviknaði þarsíðasta sumar þegar ég starfaði í banka og kom auga á hversu fræðslu um dagleg fjármál er ábótavant,"segir Fjóla Björk Karlsdóttir, nemi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri, sem samdi námsefni um fjármál fyrir grunnskóla og framhaldsskólanema. "Ég fór í barneignafrí með dóttur mína og byrjaði bara á að búa til texta í Word sem ég fór svo með á fund allra skólastjóranna á Akureyri og kynnti fyrir þeim hugmyndir mínar. Þeim leist vel á þetta og vildu fá efnið tilbúið sem fyrst," segir Fjóla sem stökk á tækifærið og réðst í útgáfu á kennsluefninu. "Ekki er til neitt námsefni fyrir um fjármál og er það hreint ótrúlegt að grunnskólarnir skuli ekki hafa tekið á þessu. Við kennum börnunum okkar sparnað og gefum þeim sparibauka en svo nær það ekkert lengra," segir Fjóla Björk en nú er námsefnið hennar kennt í um fimmtíu skólum víðs vegar um land og selt í öllum verslunum Pennans. "Efnið er sérstaklega ætlað ungu fólki sem einn daginn mun halda út í lífið og þarf að takast á við fjármálin. Svo virðist sem aðgengi upplýsinga sé almennt lítið og er oft þjónustufulltrúinn sá eini sem veitt getur upplýsingar. Ég vil að fólk sé uppfrætt því aðalatriðið er að spyrja réttu spurninganna þegar farið er í bankann," segir Fjóla Björk sem tekur fram að helsti kostur efnisins sé að það sé óháð en komi ekki frá bönkum eða öðrum fjármálastofnunum. Bókin er byggð upp á einfaldan máta og hefst á almennum upplýsingum um bankana eins og til dæmis hvað bankanúmer eru og hvað þau þýða. "Ég var átján ára þegar ég byrjaði að starfa í banka og vissi ekki einu sinni bankanúmerið mitt. Svo hef ég margsinnis rekið mig á að fólk veit ótrúlega lítið og hef hitt fólk sem er komið hátt á þrítugsaldurinn en veit ekkert hvað það er að gera ," segir Fjóla Björk. "Allir þurfa að taka lán einhvern tímann og því þarf fólk að vita hvað er í boði. Ég fer yfir alla lánamöguleika sem bjóðast og þar á meðal eru yfirdráttarlán sem alltof margir hanga á í mörg ár. Fólk er oft með óhagstæð lán þegar önnur hagstæðari bjóðast og því er mikilvægt fyrir þann aldurshóp sem helst er að taka lán að vita hvað hentar hverju sinni og hverjir eru kostir og ókostir þess," segir Fjóla Björk. "Eitt helsta markmið mitt er að fræða ungt fólk um fjármál því á endanum taka allir lán og þá borgar sig að vita um hvað málin snúast. Með því að veita þær grunnupplýsingar sem allir þurfa að vita þá auðvelda ég fólki að vera sjálfbjarga í sínum fjármálum." Fjármál Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Hugmyndin kviknaði þarsíðasta sumar þegar ég starfaði í banka og kom auga á hversu fræðslu um dagleg fjármál er ábótavant,"segir Fjóla Björk Karlsdóttir, nemi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri, sem samdi námsefni um fjármál fyrir grunnskóla og framhaldsskólanema. "Ég fór í barneignafrí með dóttur mína og byrjaði bara á að búa til texta í Word sem ég fór svo með á fund allra skólastjóranna á Akureyri og kynnti fyrir þeim hugmyndir mínar. Þeim leist vel á þetta og vildu fá efnið tilbúið sem fyrst," segir Fjóla sem stökk á tækifærið og réðst í útgáfu á kennsluefninu. "Ekki er til neitt námsefni fyrir um fjármál og er það hreint ótrúlegt að grunnskólarnir skuli ekki hafa tekið á þessu. Við kennum börnunum okkar sparnað og gefum þeim sparibauka en svo nær það ekkert lengra," segir Fjóla Björk en nú er námsefnið hennar kennt í um fimmtíu skólum víðs vegar um land og selt í öllum verslunum Pennans. "Efnið er sérstaklega ætlað ungu fólki sem einn daginn mun halda út í lífið og þarf að takast á við fjármálin. Svo virðist sem aðgengi upplýsinga sé almennt lítið og er oft þjónustufulltrúinn sá eini sem veitt getur upplýsingar. Ég vil að fólk sé uppfrætt því aðalatriðið er að spyrja réttu spurninganna þegar farið er í bankann," segir Fjóla Björk sem tekur fram að helsti kostur efnisins sé að það sé óháð en komi ekki frá bönkum eða öðrum fjármálastofnunum. Bókin er byggð upp á einfaldan máta og hefst á almennum upplýsingum um bankana eins og til dæmis hvað bankanúmer eru og hvað þau þýða. "Ég var átján ára þegar ég byrjaði að starfa í banka og vissi ekki einu sinni bankanúmerið mitt. Svo hef ég margsinnis rekið mig á að fólk veit ótrúlega lítið og hef hitt fólk sem er komið hátt á þrítugsaldurinn en veit ekkert hvað það er að gera ," segir Fjóla Björk. "Allir þurfa að taka lán einhvern tímann og því þarf fólk að vita hvað er í boði. Ég fer yfir alla lánamöguleika sem bjóðast og þar á meðal eru yfirdráttarlán sem alltof margir hanga á í mörg ár. Fólk er oft með óhagstæð lán þegar önnur hagstæðari bjóðast og því er mikilvægt fyrir þann aldurshóp sem helst er að taka lán að vita hvað hentar hverju sinni og hverjir eru kostir og ókostir þess," segir Fjóla Björk. "Eitt helsta markmið mitt er að fræða ungt fólk um fjármál því á endanum taka allir lán og þá borgar sig að vita um hvað málin snúast. Með því að veita þær grunnupplýsingar sem allir þurfa að vita þá auðvelda ég fólki að vera sjálfbjarga í sínum fjármálum."
Fjármál Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira