Innlent

Latibær fær lýðheilsuverðlaun

Magnús Scheving hlaut í gær Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2004 og afhenti Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra honum verðlaunin við hátíðlega athöfn á Egilsstöðum. Magnús hlaut verðlaunin fyrir Latabæ og þar með fyrir framlag sitt til bættrar lýðheilsu á Norðurlöndum. Verðlaunin hafa verið veitt í fimmtán ár af Norræna lýðheilsuskólanum í Gautaborg fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Í rökstuðningi dómnefndar segir að offituvandi norrænna barna aukist með hverju árinu en Magnús hvetji börn til að temja sér heilsusamlega lífshætti og hafi bætt heilsu barna með nýstárlegum hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×