Innlent

Málverkastuldur og hundsbit

Síðdegis á sunnudag var lögrelunni í Reykjavík tilkynnt um innbrot í hús á Kjalarnesi þar sem stolið var fjórum málverkum að verðmæti um 3 milljóna króna. Annars var helgin tiltölulega róleg hjá lögreglunni í Reykjavík. Á föstudagskvöldið var rólegt í miðbænum en all nokkur ölvun og þurftu nokkrir að gista fangageymslur vegna þess en heldur líflegra var á laugardagskvöldið. Alls var tilkynnt um 11 innbrot, 12 þjófnaði og 24 sinnum um skemmdarverk um helgina. Tvö hundsbit voru tilkynnt um helgina. Á föstudaginn var bréfberi bitinn af hundi í austurborginni og um miðjan laugardag var tilkynnt að hundur hefði bitið barn til blóðs í sama borgarhluta. 31 ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur og 11 grunaðir um ölvun við akstur. Laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags stöðvaði lögreglan ökumann í Ártúnsbrekku fyrir að aka þar á 137 km hraða og var hann jafnframt grunaður um ölvun við aksturinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×