Innlent

Einkarekin glasafrjóvgunardeild

Stefnt er að því að ný einkarekin glasafrjóvgunardeild verði opnuð innan tveggja mánaða. Læknarnir sem standa að deildinni vonast til þess að eftir ár verði búið að vinna niður alla biðlista. Þegar ákveðið var að loka glasafrjóvgunardeild Landspítalans í vor samþykkti Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra að veita þremur læknum leyfi til þess að opna einkarekna glasafrjóvgunardeild. Þá þegar höfðu töluverðir biðlistar safnast upp eftir glasafrjóvgunaraðgerðum og ekki minnka þær nú, enda væri glasafrjóvgunardeild Landspítalans búin að opna á nýjan leik eftir sumarfrí. Læknarnir þrír sem standa að hinni nýju deild segjast eigi að síður stefna að því að eftir ár verði biðlistar eftir slíkum aðgerðum úr sögunni. Deildin nýja, sem staðsett verður í Bæjarlind í Kópavogi, gegnt Smáralindinni, á að opna í byrjun október eða innan tveggja mánaða. Guðmundur Arason, sem er einn læknanna, segir biðlistanna hafa verið orðna 8-10 mánaða langa áður en glasafrjóvgunardeild Landspítalans lokaði og reiknar með að þeir muni hafa lengst um 1-2 mánuði þegar nýja deildin opnar. Hann segir að með öflugri starfsemi ætti að vera búið að vinna niður alla biðlista eftir ár.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×