Innlent

Bílstjórarnir hverfa

"Við höfum yfirleitt meira að gera þegar veðrið er gott," segja Helgi Jónsson, Eva Magnúsdóttir og Þorfinnur Finnlaugsson leigubílstjórar en þau biðu viðskiptavina í Lækjargötu í gær. Helgi segir færri leigubíla á ferðinni þegar veðrið er mjög gott. "Bílstjórarnir hverfa svolítið í svona góðu veðri, ætli konurnar hringi ekki og kalli þá heim," segir hann. Leigubílstjórarnir þrír telja ekki að fólk gangi frekar milli staða í góðu veðri. "Fólk er meira á ferðinni í góða veðrinu, til dæmis eldri borgarar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×