Virkar sprengjur á Vogaheiði 9. ágúst 2004 00:01 Mörg hundruð virkar sprengjur hafa fundist á útivistarsvæðinu á Vogaheiði á Reykjanesi en sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að búið sé að hreinsa svæðið nokkuð vel. Þeir brýna þó fyrir fólki að hreyfa ekki við torkennilegum hlutum sem gætu verið sprengjur því þær séu morðtól. Svæðið við Snorrastaðatjarnir við Reykjanesbraut, skammt frá afleggjaranum til Grindavíkur, var á árum áður skotsvæði bandaríska hersins. Þar hafa í gegnum tíðina fundist sprengjur og með bættum tækjabúnaði hefur Landhelgisgæslunni tekist að finna sprengjur sem eru undir yfirborðinu. Í dag voru sprengjusérfræðingar og þyrluáhöfn Gæslunnar að hreinsa upp. Nokkuð magn sprengja og sprengjuleifa var flutt á einn stað til eyðingar. Þar voru 105 millimetra fallbyssuskot og 81 millimetra sprengjur úr sprengjuvörpum. Sumar höfðu sprungið, en það er alls ekki alltaf sem það gerist. Gylfi Geirsson, forstöðumaður hjá Landhelgisgæslunni, segir ástæður þessa geta verið vegna galla, sprengjan nái ekki flugi eða að hún lendir á mjúku undirlagi. Meirihluti þess sem finnst eru virkar sprengjur en þótt um æfingasprengjur væri að ræða, sér óvanur maður ekki muninn. Því er brýnt að snerta ekki, merkja staðinn og láta Landhelgisgæsluna eða lögreglu vita. Ein sprengja fannst í gjótu en ekki var talið rétt að fjarlægja hana heldur sprengja á staðnum. Sprengjusérfræðingur seig niður í gjótuna og kom fyrir sprengiefni. Og þegar allir voru komnir í örugga fjarlægð veittist Stöð 2 sá heiður að sprengja. Að sögn Gylfa ætti þetta svæði að vera orðið nokkuð laust við sprengjur. Þeir séu búnir að leita á svæðinu í kringum tjarnirnar þangað sem almenningur sæki helst. Hann segir að sumarið 1986 hafi varnarliðið staðið fyrir leit á svæðinu og fundið um 600 ósprungnar sprengjur. Það hafi hins vegar aðeins verið yfirborðsleit því þá var ekki til tækjabúnaður til að leita neðanjarðar í hrauni eins og er við Snorrastaðatjarnir. Núna hefur Landhelgisgæslan slíkan búnað og er búin að yfirfara svæðið vel með honum en þó sé aldrei hægt að fullyrða að svona sprengjusvæði séu alveg hrein. Fréttir Innlent Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Mörg hundruð virkar sprengjur hafa fundist á útivistarsvæðinu á Vogaheiði á Reykjanesi en sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að búið sé að hreinsa svæðið nokkuð vel. Þeir brýna þó fyrir fólki að hreyfa ekki við torkennilegum hlutum sem gætu verið sprengjur því þær séu morðtól. Svæðið við Snorrastaðatjarnir við Reykjanesbraut, skammt frá afleggjaranum til Grindavíkur, var á árum áður skotsvæði bandaríska hersins. Þar hafa í gegnum tíðina fundist sprengjur og með bættum tækjabúnaði hefur Landhelgisgæslunni tekist að finna sprengjur sem eru undir yfirborðinu. Í dag voru sprengjusérfræðingar og þyrluáhöfn Gæslunnar að hreinsa upp. Nokkuð magn sprengja og sprengjuleifa var flutt á einn stað til eyðingar. Þar voru 105 millimetra fallbyssuskot og 81 millimetra sprengjur úr sprengjuvörpum. Sumar höfðu sprungið, en það er alls ekki alltaf sem það gerist. Gylfi Geirsson, forstöðumaður hjá Landhelgisgæslunni, segir ástæður þessa geta verið vegna galla, sprengjan nái ekki flugi eða að hún lendir á mjúku undirlagi. Meirihluti þess sem finnst eru virkar sprengjur en þótt um æfingasprengjur væri að ræða, sér óvanur maður ekki muninn. Því er brýnt að snerta ekki, merkja staðinn og láta Landhelgisgæsluna eða lögreglu vita. Ein sprengja fannst í gjótu en ekki var talið rétt að fjarlægja hana heldur sprengja á staðnum. Sprengjusérfræðingur seig niður í gjótuna og kom fyrir sprengiefni. Og þegar allir voru komnir í örugga fjarlægð veittist Stöð 2 sá heiður að sprengja. Að sögn Gylfa ætti þetta svæði að vera orðið nokkuð laust við sprengjur. Þeir séu búnir að leita á svæðinu í kringum tjarnirnar þangað sem almenningur sæki helst. Hann segir að sumarið 1986 hafi varnarliðið staðið fyrir leit á svæðinu og fundið um 600 ósprungnar sprengjur. Það hafi hins vegar aðeins verið yfirborðsleit því þá var ekki til tækjabúnaður til að leita neðanjarðar í hrauni eins og er við Snorrastaðatjarnir. Núna hefur Landhelgisgæslan slíkan búnað og er búin að yfirfara svæðið vel með honum en þó sé aldrei hægt að fullyrða að svona sprengjusvæði séu alveg hrein.
Fréttir Innlent Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira