Innlent

Vinnan rýrir tekjurnar

"Ég hélt að svona gerðu menn ekki," segir Sigurður Jónas Jónasson, 67 ára gamall ellilífeyrisþegi sem ber út dagblöð sér til heilsubótar og kaupauka. Honum finnst hins vegar súrt í broti að þær tekjur sem hann fær fyrir blaðburðinn eru dregnar af tekjutryggingu hans, auk þess sem meiri skattur er tekinn af laununum en væri tekinn af lífeyrinum. "Þetta gerir að verkum að ég er í rauninni að tapa á þessari aukavinnu sem er meðal annars ætluð til að drýgja annars rýrar tekjur," segir Sigurður en hann vill þó ógjarnan vera án blaðburðarins. Blaðberar er skattlagðir eins og hverjir aðrir starfsmenn, nema þeir sem eru undir 16 ára aldri sem njóta skattleysisfríðinda upp að 90 þúsund krónum á ári og greiða sex prósent skatt eftir það. Frægt var á sínum tíma þegar til stóð að skattleggja blaðburðarbörn til jafns á við fullveðja starfsmenn. Davíð Oddsson, forsætisráðherra tók hins vegar fyrir það og mælti: "Svona gera menn ekki."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×