Innlent

Mikill hiti á landinu

Hitinn er mikill á Íslandi um þessar mundir. Víða um land hefur mælst yfir tuttugu stiga hiti í dag eftir að hlýtt loft tók að streyma inn á landið í nótt með þrumum og eldingum á Suðurlandi. Sérstaklega hlýtt er á hálendinu og til að mynda var hitinn á Hveravöllum 23 stig klukkan 14 og 22 stig voru við Veiðivatnahraun. Hitafarið síðastliðna nótt var með eindæmum og fór hitastigið til dæmis upp í 18 stig á Stórhöfða klukkan 3 í nótt. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings kemur hið hlýja loft úr suðaustri en það hefur legið yfir Skandinavíu og Norður-Evrópu síðustu vikurnar. Hann segir líkur á því að hlýindin vari mestalla vikuna og nái hámarki á þriðjudag eða miðvikudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×