Innlent

Blindþoka á Holtavörðuheiði

Nokkrir bílar fóru út af veginum yfir Holtavörðuheiði í blindþoku sem gerði þar upp úr miðnætti. Vegfarandi segir að um tíma hafi ekki sést handa skil og við það bættist að vegna vegaframkvæmda hafði Vegagerðin tekið niður stikur á nokkrum kafla og ekki var búið að mála miðlínu á veginn. Engan sakaði í þessum óhöppum en Neyðarlínan gerði lögreglunni í Borgarnesi og Vegagerðinni viðvart um ástandið á heiðinni. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×