Innlent

Stíflan hækkuð enn frekar

Þótt Jökulsá á Dal hafi setið á sér í gær ákváðu sérfræðingar Landsvirkjunar á fundi sínum í gær að hækka varnargarðinn ofan við stíflustæðið enn frekar en orðið er. Ætlunin er að stíflan nái 498 metra hæð yfir sjávarmáli. Það er nítján metrum hærra en upphaflega hönnun stíflunnar gerði ráð fyrir og er ljóst að kostnaðurinn hleypur á tugum milljóna króna. Vinnu verður þegar haldið áfram enda er búist við mikilli bráðnun úr jöklinum þegar líða tekur á vikunna vegna hlýinda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×