Innlent

Rennsli Jöklu minnkar

Rennsli í Jöklu hefur verið í rénun í gær að sögn Guðmundar Péturssonar, yfirverkfræðings við Kárahnjúkavirkjun. Hann segir að vatnsyfirborð Jöklu hafi lækkað um allt að tvo metra og rennslismagn er um 600 rúmsentímetrar á sekúndu, en var um 900 þegar mest var. Guðmundur segist ekki sjá neitt sem bendi til að það verði miklir vatnavextir á næstunni en þeir hafi þó styrkt garðinn því það eigi eftir að koma í ljós hvort hlýindin leiði til aukins rennslismagns. Fyrir helgi hækkaði yfirborð Jöklu um tíu metra og vatn flæddi inn fyrir varnargarð við Kárahnjúkastíflu. Guðmundur vill þó meina að meira hafi verið gert úr því í fjölmiðlum en efni voru til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×