Hættuástand við Kárahnjúka 6. ágúst 2004 00:01 Hættuástand skapaðist við Kárahnjúkavirkjun í gærkvöld þegar Jökla fann sér leið í gegnum varnarstíflu sem á að verja vinnusvæði ofan í gljúfrinu. Vatnshæðin komst í um fjóra metra á svæði þar sem á annan tug starfsmanna var við vinnu. Forstjóri Landsvirkjunar segir sína menn þó litlar áhyggjur hafa. Starfmenn við Kárahnjúka hafa unnið að því síðustu daga að hækka varnarstífluna sem er ætlað að beina vatnsflaumnum að hjáveitugöngum. Það hefur ekki gengið sem skildi, göngin hafa ekki tekið við og í gærkvöld tók vatn að leka niður á vinnusvæðið við fremsta hluta aðalstíflunnar. Starfsmenn voru kallaðir af svæðinu og nokkru síðar var þar orðið fjögurra metra djúpt vatn. Lekann tókst að stöðva með stórvirkum vinnuvélum og enn á að hækka varnarstífluna. Brúin yfir Jöklu, sem laskaðist talsvert í flóðinu í fyrradag, er nú komin á bólakaf en það hræðir ekki Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunar. Hann segir þá vera nokkuð rólega yfir þessu. Brúin gæti farið en gert hafði verið ráð fyrir því þar sem hún væri bráðabirgðabrú. Friðrik segir menn hvort eð er komast yfir á varnarstíflunni en vonast þó að sjálfsögðu að brúin standi áfram. Hann segir aðalatriðið að rafmagn haldist á staðnum og að varnarstíflan standi. Aðspurður hvort eitthvað sé að hönnun verksins segist Friðrik ekkert geta sagt um það að svo stöddu. Hins vegar sé ljóst að neðri hjárennslisgöngin virki eins og ráð var fyrir gert en þau efri ekki. Þau skili ekki þeim árangri sem að var stefnt þegar þrýstingur er lítill í ánni en skili sínu þegar þrýstingurinn eykst. Síðdegis í dag mældist rennslið 714 rúmmetrar á sekúndu en meðalrennsli í ágústmánuði síðustu tvo áratugi er rúmur helmingur þess magns. Mestu flóð Jökulsár, svokölluð 500 ára flóð, eru um 1100 rúmmetrar á sekúndu. Friðrik segir framkvæmdirnar hannaðar til þess að geta tekið við ánni þótt hún fari upp í 1100 sekúndurúmmetra, og það sé talsvert yfir því rennsli sem spáð er á næstu dögum Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Hættuástand skapaðist við Kárahnjúkavirkjun í gærkvöld þegar Jökla fann sér leið í gegnum varnarstíflu sem á að verja vinnusvæði ofan í gljúfrinu. Vatnshæðin komst í um fjóra metra á svæði þar sem á annan tug starfsmanna var við vinnu. Forstjóri Landsvirkjunar segir sína menn þó litlar áhyggjur hafa. Starfmenn við Kárahnjúka hafa unnið að því síðustu daga að hækka varnarstífluna sem er ætlað að beina vatnsflaumnum að hjáveitugöngum. Það hefur ekki gengið sem skildi, göngin hafa ekki tekið við og í gærkvöld tók vatn að leka niður á vinnusvæðið við fremsta hluta aðalstíflunnar. Starfsmenn voru kallaðir af svæðinu og nokkru síðar var þar orðið fjögurra metra djúpt vatn. Lekann tókst að stöðva með stórvirkum vinnuvélum og enn á að hækka varnarstífluna. Brúin yfir Jöklu, sem laskaðist talsvert í flóðinu í fyrradag, er nú komin á bólakaf en það hræðir ekki Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunar. Hann segir þá vera nokkuð rólega yfir þessu. Brúin gæti farið en gert hafði verið ráð fyrir því þar sem hún væri bráðabirgðabrú. Friðrik segir menn hvort eð er komast yfir á varnarstíflunni en vonast þó að sjálfsögðu að brúin standi áfram. Hann segir aðalatriðið að rafmagn haldist á staðnum og að varnarstíflan standi. Aðspurður hvort eitthvað sé að hönnun verksins segist Friðrik ekkert geta sagt um það að svo stöddu. Hins vegar sé ljóst að neðri hjárennslisgöngin virki eins og ráð var fyrir gert en þau efri ekki. Þau skili ekki þeim árangri sem að var stefnt þegar þrýstingur er lítill í ánni en skili sínu þegar þrýstingurinn eykst. Síðdegis í dag mældist rennslið 714 rúmmetrar á sekúndu en meðalrennsli í ágústmánuði síðustu tvo áratugi er rúmur helmingur þess magns. Mestu flóð Jökulsár, svokölluð 500 ára flóð, eru um 1100 rúmmetrar á sekúndu. Friðrik segir framkvæmdirnar hannaðar til þess að geta tekið við ánni þótt hún fari upp í 1100 sekúndurúmmetra, og það sé talsvert yfir því rennsli sem spáð er á næstu dögum
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira