Innlent

Skemmdir á brúnni vegna árinnar

Talsverðar skemmdir urðu á brúnni yfir Jökulsá á Dal við Kárahnjúka í gærkvöldi þegar áin flæddi yfir hana. Möl og grjóti var ekið út á brúargólfið til þess að það flyti ekki upp. Vegna lokunar brúarinnar eru flutningar að vinnusvæðinu tafsamari en ella eftir lengri leið. Háspennustrengur, sem leiddur var undir brúna, var aftengdur henni og látinn fljóta neðan við brúna og verður reynt að strengja hann upp í dag til þess að vatnsborðið nái ekki til hans í næsta flóði. Þá er unnið hörðum höndum við að hækka bráðabirgðastíflu í gljúfrinu sem beinir vatni að hjáveitugöngum fram hjá vinnusvæðinu í gljúfrinu. Ofan stíflunnar myndaðist enn talsvert lón í gærkvöldi þar sem göngin flytja ekki nægilega mikið vatn. Dælur eru svo keyrðar á vinnusvæðinu í gljúfrinu til að fjarlægja vatn sem lekur í gegnum bráðabirgðastífluna. Hægt er að sjá myndir frá svæðinu úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×