Innlent

16 ára piltar brutust inn á bar

Fyrirhugað partí þriggja sextán ára pilta í Breiðholti, með gnægð vínfanga, endaði með þurri nótt í fangageymslum lögreglunnar. Piltarnir brutust inn í Nikkabar í Breiðholti á fjórða tímanum í nótt, birgðu sig upp af víni og héldu heimleiðis. Lögreglunni hafði hins vegar borist njósn af innbrotinu og hlupu lögreglumenn piltana uppi, handtóku þá og lögðu hald á veisluföngin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×