Innlent

Hélt ég myndi deyja

Guðjón Magnússon, 24 ára bifreiðastjóri frá Borgarnesi segist þakka æðri máttarvöldum að enginn hefði meiðst alvarlega þegar 28 tonna trukkur sem hann ók steyptist rúma 10 metra niður í stórgrýttan árfarveg Laxár á Dölum við Búðardal. Ástæðan var sú að jeppi var fyrir á einbreiðri brúnni. Guðjón steypti trukknum niður af brúnni þegar hann sá skelfingarsvipinn á konu sem var með manni sínum og tveimur börnum, þriggja ára og tíu mánaða í jeppanum. Guðjón er á batavegi, hann slapp með skurð á hné og úlnlið og andliti. Fjölskyldunni í jeppanum var ekið heim að lokinni skoðun í heilsugæslustöðinni á Búðardal. "Ég hélt að öllu væri lokið og ég mundi deyja," sagði Guðjón bjargvættur við DV.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×