Aukið álag á vegina 4. ágúst 2004 00:01 Aukin umferð vöruflutningabifreiða um þjóðvegi hefur í för með sér aukið slit á vegum og sumstaðar aukna slysahættu. Auknar líkur á banaslysi þegar þyngdarmunur bifreiða í árekstri er mjög mikill, segir formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Strandsiglingar Eimskips fluttu á síðasta ári 140.000 tonn milli staða hér á landi. Eimskipafélagið tók í síðustu viku ákvörðun um að hætta siglingunum og nota frekar landflutninganet félagsins til að flytja vörur á milli staða. "Þetta veldur fyrst og fremst meira álagi á vegakerfið," segir Sigurður Helgason, umferðaröryggissviði Umferðarstofu. "Bílstjórar vöruflutningabifreiða kunna oftast vel sitt fag og hafa sýnt það og sannað gegnum tíðina." Sigurður segir slys vöruflutningabifreiða ekki tíðari en gengur og gerist. "Þegar slysin hins vegar verða geta þau orðið dýrkeypt því oft er dýr farmur um borð í bílunum sem getur skemmst," segir Sigurður og bætir við að árekstrar flutningabíla við aðra bíla séu ekki mjög algengir. "Það er frekar að vöruflutningabílarnir velti út af vegunum en þá hafa bílstjórarnir sem betur fer yfirleitt sloppið vel." Sigurður telur þessa þróun þó ekki æskilega. "Það ætti að vera hægt að finna einhverja málamiðlun þannig að þær vörur sem ekki bráðliggur á séu fluttar með skipum." "Niðurbrot veganna eykst hratt með þungaumferð," segir Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar og bætir við að vegirnir endist því skemur. Rögnvaldur segir að á vorin sjáist oft merki þess að slitlagið skemmist meira með aukinni þungaumferð. "Þetta sést að sjálfsögðu ekkert dag frá degi en til lengri tíma litið eykst niðurbrot veganna við aukinn þunga árið um kring. Vegirnir eru misvel undirbúnir undir slíkt, til dæmis þegar frost er að fara úr jörðu." "Þegar þyngdarmunur ökutækja sem lenda í árekstri er mikill aukast líkurnar á banaslysi," segir Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa. "Það er þessi eðlisfræði í árekstrunum sem við höfum áhyggjur af." Ágúst bendir einnig á að vegir á Íslandi séu ekki sérstaklega breiðir. "Þannig má segja að með meiri umferð stærri bíla gætum við verið að horfa í ákveðna aukna slysahættu." Ágúst bendir þó á að þar með sé ekki sagt að ökumenn stærri bíla geri fleiri mistök en aðrir ökumenn. Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Aukin umferð vöruflutningabifreiða um þjóðvegi hefur í för með sér aukið slit á vegum og sumstaðar aukna slysahættu. Auknar líkur á banaslysi þegar þyngdarmunur bifreiða í árekstri er mjög mikill, segir formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Strandsiglingar Eimskips fluttu á síðasta ári 140.000 tonn milli staða hér á landi. Eimskipafélagið tók í síðustu viku ákvörðun um að hætta siglingunum og nota frekar landflutninganet félagsins til að flytja vörur á milli staða. "Þetta veldur fyrst og fremst meira álagi á vegakerfið," segir Sigurður Helgason, umferðaröryggissviði Umferðarstofu. "Bílstjórar vöruflutningabifreiða kunna oftast vel sitt fag og hafa sýnt það og sannað gegnum tíðina." Sigurður segir slys vöruflutningabifreiða ekki tíðari en gengur og gerist. "Þegar slysin hins vegar verða geta þau orðið dýrkeypt því oft er dýr farmur um borð í bílunum sem getur skemmst," segir Sigurður og bætir við að árekstrar flutningabíla við aðra bíla séu ekki mjög algengir. "Það er frekar að vöruflutningabílarnir velti út af vegunum en þá hafa bílstjórarnir sem betur fer yfirleitt sloppið vel." Sigurður telur þessa þróun þó ekki æskilega. "Það ætti að vera hægt að finna einhverja málamiðlun þannig að þær vörur sem ekki bráðliggur á séu fluttar með skipum." "Niðurbrot veganna eykst hratt með þungaumferð," segir Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar og bætir við að vegirnir endist því skemur. Rögnvaldur segir að á vorin sjáist oft merki þess að slitlagið skemmist meira með aukinni þungaumferð. "Þetta sést að sjálfsögðu ekkert dag frá degi en til lengri tíma litið eykst niðurbrot veganna við aukinn þunga árið um kring. Vegirnir eru misvel undirbúnir undir slíkt, til dæmis þegar frost er að fara úr jörðu." "Þegar þyngdarmunur ökutækja sem lenda í árekstri er mikill aukast líkurnar á banaslysi," segir Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa. "Það er þessi eðlisfræði í árekstrunum sem við höfum áhyggjur af." Ágúst bendir einnig á að vegir á Íslandi séu ekki sérstaklega breiðir. "Þannig má segja að með meiri umferð stærri bíla gætum við verið að horfa í ákveðna aukna slysahættu." Ágúst bendir þó á að þar með sé ekki sagt að ökumenn stærri bíla geri fleiri mistök en aðrir ökumenn.
Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira