Milljarða framkvæmdir í hættu? 4. ágúst 2004 00:01 Óttast er að grjóthrun hafi stíflað hjárennslisgöng fram hjá virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka þannig að milljarða framkvæmdir gætu verið í hættu. Göngin voru grafin inn í gljúfurvegginn ofan við vinnusvæðið við aðalstífluna og opnast svo neðan við vinnusvæðið. Þau eiga að veita vatni fram hjá endanlegu stíflumannvirki á meðan það er í byggingu og myndaðist stórt lón ofan við göngin í gærkvöldi við bráðabirgðastíflugarð sem á að beina rennslinu inn í göngin og verja vinnusvæðið við aðalstífluna vatnsaga. Vinna hófst aftur í morgun við að hækka og styrkja bráðabirgðastífluna. Þar er fjölmennt vinnusvæði en gripið var til þessa ráðs um helgina þegar vatn hlóðst óeðlilega mikið upp ofan við gangamunnann. Nú er jafnvel rætt um að hækka stífluna um heila sex metra og breikka hana í réttu hlutfalli við það. Vöxtur hljóp í Jökulsá á Dal síðdegis í gær og um klukkan hálf sjö var brúnni við Fremri- Kárahnjúk lokað enda var vatnsyfirborðið þá alveg að ná upp í brúargólfið og farið var að skola úr fyllingum við brúarendana. Vinnusvæðið var þó ekki einangrað því hægt er að komast að því upp með ánni hinumegin. Flóðið hefur sjatnað verulega í nótt en áfram er spáð hlýindum og væntanlega mikill bráðnun þannig að rennslið getur aukist á ný með kvöldinu. Svo virðist sem ummál hjáveituganganna sé of lítið til að anna vatnsrennslinu í flóðum, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, eða þá að einhverskonar stífla sé í göngunum líkt og jafnvel er óttast um núna. Við því er lítið eða ekkert að gera því ekki er lengur hægt að veita vatninu annað á meðan viðgerð yrði framkvæmd. Ómar R. Valdimarsson, upplýsingafulltrúi ítalska verktakans Impregilo, sagði í viðtali við fréttastofuna í morgun að samkvæmt áætlunum sem upphaflega voru lagðar fyrir verktakann hafi þvermál ganganna átt að vera sex metrar. Verktakinn hafi hins vegar ekki talið það nægilega öruggt og fengið því framgengt að þvermálið var aukið í níu metra, en allt kemur fyrir ekki. Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Óttast er að grjóthrun hafi stíflað hjárennslisgöng fram hjá virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka þannig að milljarða framkvæmdir gætu verið í hættu. Göngin voru grafin inn í gljúfurvegginn ofan við vinnusvæðið við aðalstífluna og opnast svo neðan við vinnusvæðið. Þau eiga að veita vatni fram hjá endanlegu stíflumannvirki á meðan það er í byggingu og myndaðist stórt lón ofan við göngin í gærkvöldi við bráðabirgðastíflugarð sem á að beina rennslinu inn í göngin og verja vinnusvæðið við aðalstífluna vatnsaga. Vinna hófst aftur í morgun við að hækka og styrkja bráðabirgðastífluna. Þar er fjölmennt vinnusvæði en gripið var til þessa ráðs um helgina þegar vatn hlóðst óeðlilega mikið upp ofan við gangamunnann. Nú er jafnvel rætt um að hækka stífluna um heila sex metra og breikka hana í réttu hlutfalli við það. Vöxtur hljóp í Jökulsá á Dal síðdegis í gær og um klukkan hálf sjö var brúnni við Fremri- Kárahnjúk lokað enda var vatnsyfirborðið þá alveg að ná upp í brúargólfið og farið var að skola úr fyllingum við brúarendana. Vinnusvæðið var þó ekki einangrað því hægt er að komast að því upp með ánni hinumegin. Flóðið hefur sjatnað verulega í nótt en áfram er spáð hlýindum og væntanlega mikill bráðnun þannig að rennslið getur aukist á ný með kvöldinu. Svo virðist sem ummál hjáveituganganna sé of lítið til að anna vatnsrennslinu í flóðum, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, eða þá að einhverskonar stífla sé í göngunum líkt og jafnvel er óttast um núna. Við því er lítið eða ekkert að gera því ekki er lengur hægt að veita vatninu annað á meðan viðgerð yrði framkvæmd. Ómar R. Valdimarsson, upplýsingafulltrúi ítalska verktakans Impregilo, sagði í viðtali við fréttastofuna í morgun að samkvæmt áætlunum sem upphaflega voru lagðar fyrir verktakann hafi þvermál ganganna átt að vera sex metrar. Verktakinn hafi hins vegar ekki talið það nægilega öruggt og fengið því framgengt að þvermálið var aukið í níu metra, en allt kemur fyrir ekki.
Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira