Vasapeningar aflagðir um áramót 3. ágúst 2004 00:01 Hælisleitendur sem bíða úrskurðar Útlendingastofnunar fá úthlutað matvælum og öðrum nauðsynjum en fá ekki greidda vasapeninga. Þetta er breyting frá því sem áður var þegar umsjá hælisleitenda var hjá Rauða krossinum, en um áramót tók Reykjanesbær við þessum verkefnum samkvæmt samningi við Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun. Í samningi Útlendingastofnunar við Reykjanesbæ er kveðið á um greiðslur upp á 5.500 krónur á sólarhring vegna hvers hælisleitanda. Þar segir: "Innifalið í daggjaldinu eru einnig vasapeningar til hælisleitenda eftir reglum sem aðilar samningsins setja í samningum." Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá aðstæðum tveggja fjölskyldna sem hér hafa verið í fimm mánuði meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Þar voru börn í hópnum og þótti föður þeirra sárt að hafa ekki einu sinni tök á að gleðja þau með smáræði á borð við sætindi. Þá veit blaðið til þess að biðin hafi orðið a.m.k. einum flóttamanni sem reykir mjög erfið, því sá hafði engin tök á að svala fíkn sinni. Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri hjá Reykjanesbæ, segir að þarna hafi verið um einstakt tilfelli að ræða og málalyktir þær að viðkomandi hafi sæst á að fá ekki afhent tóbak. "Fólki er séð fyrir öllu, en fær ekki peninga í hendur eins og var hjá Rauða krossinum," sagði Hjördís og taldi þjónustu Reykjanesbæjar við hælisleitendur síst verri en hjá Rauða krossinum. Þá bendir hún á að sumir hælisleitendur eigi sjálfir einhverja peninga. "Við útvegum fólki ekki áfengi, tóbak eða önnur eiturlyf. Það eru ekki taldar nauðsynjar. Börnin fá hins vegar sælgæti og við sjáum fyrir leikföngum, allri læknisþjónustu og öðru sem fólk þarf á að halda." Hjördís segir meðvitaða ákvörðun hafa verið tekna um að haga málum með þessum hætti og telur jafnvel að hælisumsóknum hér hafi fækkað vegna þess að spurst hafi út að fólk fái ekki peninga. "Starfsfólk Rauða krossins hefur sagt að ekki sé ósennilegt að hingað hafi leitað fólk vegna þess að spurst hafi út að það fengi hér peninga. Yfir höfuð erum við að fá mjög gott fólk, þannig að kannski grisjar þetta aðeins úr þá sem koma bara til að ná sér í peninga frá hinum sem eru raunverulegir flóttamenn." Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Hælisleitendur sem bíða úrskurðar Útlendingastofnunar fá úthlutað matvælum og öðrum nauðsynjum en fá ekki greidda vasapeninga. Þetta er breyting frá því sem áður var þegar umsjá hælisleitenda var hjá Rauða krossinum, en um áramót tók Reykjanesbær við þessum verkefnum samkvæmt samningi við Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun. Í samningi Útlendingastofnunar við Reykjanesbæ er kveðið á um greiðslur upp á 5.500 krónur á sólarhring vegna hvers hælisleitanda. Þar segir: "Innifalið í daggjaldinu eru einnig vasapeningar til hælisleitenda eftir reglum sem aðilar samningsins setja í samningum." Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá aðstæðum tveggja fjölskyldna sem hér hafa verið í fimm mánuði meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Þar voru börn í hópnum og þótti föður þeirra sárt að hafa ekki einu sinni tök á að gleðja þau með smáræði á borð við sætindi. Þá veit blaðið til þess að biðin hafi orðið a.m.k. einum flóttamanni sem reykir mjög erfið, því sá hafði engin tök á að svala fíkn sinni. Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri hjá Reykjanesbæ, segir að þarna hafi verið um einstakt tilfelli að ræða og málalyktir þær að viðkomandi hafi sæst á að fá ekki afhent tóbak. "Fólki er séð fyrir öllu, en fær ekki peninga í hendur eins og var hjá Rauða krossinum," sagði Hjördís og taldi þjónustu Reykjanesbæjar við hælisleitendur síst verri en hjá Rauða krossinum. Þá bendir hún á að sumir hælisleitendur eigi sjálfir einhverja peninga. "Við útvegum fólki ekki áfengi, tóbak eða önnur eiturlyf. Það eru ekki taldar nauðsynjar. Börnin fá hins vegar sælgæti og við sjáum fyrir leikföngum, allri læknisþjónustu og öðru sem fólk þarf á að halda." Hjördís segir meðvitaða ákvörðun hafa verið tekna um að haga málum með þessum hætti og telur jafnvel að hælisumsóknum hér hafi fækkað vegna þess að spurst hafi út að fólk fái ekki peninga. "Starfsfólk Rauða krossins hefur sagt að ekki sé ósennilegt að hingað hafi leitað fólk vegna þess að spurst hafi út að það fengi hér peninga. Yfir höfuð erum við að fá mjög gott fólk, þannig að kannski grisjar þetta aðeins úr þá sem koma bara til að ná sér í peninga frá hinum sem eru raunverulegir flóttamenn."
Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira