Innlent

Aurskriður á Austfjörðum

Úrhellisrigning hefur verið á sunnanverðum Austfjörðum í alla nótt og hafa tvær aurskriður fallið á þjóðveginn í Þvottárskriðum á milli Hafnar og Djúpavogs. Fyrri skriðan, tíu metra breið, féll upp úr miðnætti og ruddu vegagerðarmenn frá Höfn henni af veginum í nótt. Um átta leitið í morgun, féll svo önnur skriða úr sama gili og hin fyrri og var hreinsun að ljúka þannig að vegurinn er opinn á ný. Nokkrir bílar voru þá farnir að bíða eftir að komast leiðar sinnar. Að sögn Jóns Bjarnasonar hjá Vegagerðinni á Höfn sigu báðar skriðurnar hægt niður gilið þannig að vegfarendur hefðu að líkindum náð að forða sér, hefðu þeir verið á ferð þegar skriðurnar féllu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×