Innlent

Bensínlítrinn í 113 krónur

Bensínlítrinn hja Olís, Skeljungi og Essó, er kominn upp í 113 krónur að meðaltali á stöðvum með fullri þjónustu, eftir hækkun um helgina. Bensín hækkaði líka á sjálfsafgreiðslustöðvunum, en þó minnst í grennd við sölustöðvar Atlantsolíu í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem það skreið rétt yfir hundrað krónurnar en Atlantsolía er rétt undir hundrað krónunum. Í Reykjavík er bensínlítrinn á sjálfsafgreiðslustöðvum hinsvegar allt að sex krónum dýrara en þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×