Menning

Lélegar bremsur á strætó

Lélegar bremsur á strætó er vandamál sem frændur vorir Svíar glíma við. "Fjórði hver áætlunarvagn í Svíþjóð er með svo slæmar bremsur að aðgerða er þörf strax. Þar að auki eru strætisvagnarnir brunagildrur," segir í skýrslu frá sænska bifreiðaeftirlitinu. Í könnun á ástandi bílanna kom fram að 39% þeirra þurftu tafarlausrar viðgerðar við. "Eiginlega er ástandið enn verra en könnunin gefur til kynna því margir bílanna "fá að njóta vafans", þar sem Norðurlöndin hafa enn ekki komið sér saman um að eftirlit verði strangara með þessari tegund af bílum. Þangað til bætt verður úr því er engra bóta að vænta," segir Lars Carlhäll, talsmaður könnunarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×