Menning

Ísland, best í heimi!

Ísland er meðal bestu landa í heimi samkvæmt nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Newsweek. Í ítarlegri grein blaðsins er fjallað um ýmis lönd sem þykja bjóða upp á einstaka náttúrufegurð og gott líf. Við val á bestu löndunum kemur í ljós að lönd í Norður-Evrópu skipa efstu sætin en m.a. er tekið mið af þáttum á borð við opinbera spillingu, efnahag, heilbrigðis- og félagslega þjónustu, tekjur og lýðræðisþróun. Ísland og önnur Norðurlönd eru meðal bestu landa í heiminum, samkvæmt þessari úttekt Newsweek, og ástæðurnar eru ýmsar. Þar má nefna einsleitni þjóðanna og afburða árangur á ýmsum sviðum og er undirstrikað að þessar litlu þjóðir geti kennt hinum stærri ýmislegt. Þess er sérstaklega getið að samkvæmt alþjóðlegri stofnun sé engin spilling á Íslandi, ekki frekar en í Finnlandi og Danmörku.  Í greininni er Ísland jafnframt sagt hafa náð góðum árangri í sjávarútvegi, en ekki bara tengt fiskveiðum beint, heldur einnig í sambandi við tækniþekkingu í greininni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×