Menning

Gönguleiðir um íslensk fjöll

Handbók sem ber heitið Íslensk fjöll. Gönguleiðir á 151 tind er nýkomin út hjá Máli og menningu. Þar er um að ræða endurbætta og aukna útgáfa bókarinnar Fólk á fjöllum sem kom út fyrir nokkrum árum. Höfundar eru Ari Trausti Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. Í nýju bókinni er að finna lýsingu á öllum tegundum gönguferða, allt frá léttum sunnudagsgöngum fyrir alla fjölskylduna til krefjandi háfjalla- og jöklaleiða. Gönguleiðum á alla helstu tinda landsins er lýst á aðgengilegan og skilmerkilegan hátt. Kort af hverju fjalli og nágrenni þess er birt og ferðamönnum gefnar ábendingar um lengd göngunnar, erfiðleikastig og hækkun á gönguleið. Bókin kemur sér því eflaust afar vel fyrir gönguáhugamenn og útivistarfólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×