Ræða varnarmál í Washington 6. júlí 2004 00:01 Þungavigtarmenn í Bandaríkjastjórn verða á fundi þeirra Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, og George Bush, forseta Bandaríkjanna, síðdegis. Þar munu þeir ræða framtíð varnarsamstarfs. Með Davíð í för eru þeir Helgi Ágústsson sendiherra, Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Albert Jónsson sérfræðingur í forsætisráðuneytinu, Illugi Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra og Guðni Bragason sendiráðsfulltrúi. Bush Bandaríkjaforseti verður með öflugt lið á fundinum meðal annars Colin Powell, utanríkisráðherra og Stephen Hadley aðstoðar-þjóðaröryggisráðgjafa. Heimildarmenn fréttastofu telja flestir, að ekki sé stórtíðinda að vænta af fundinum, þar sem stefna Bandaríkjastjórnar liggi fyrir og hafi legið fyrir um hríð. Ekki standi til að hvika frá henni. Bandaríkjamenn vilji hins vegar ekki styggja íslensk stjórnvöld eða fara illa með trausta og trúa bandamenn. Mikill vilji sé fyrir því að fara hægt í sakirnar og hugsanlega draga niðurskurð í Keflavík á langinn, án þess þó að lokaniðurstaðan breytist nokkuð. Í varnarmálaráðuneytinu í Washington eru haukarnir harðir á því, að engin þörf sé á miklum varnarviðbúnaði í Keflavík, en þörf er fyrir bæði þotur og þyrlur annars staðar. Jafnframt sé ekki inni í myndinni að skera niður í Evrópu í tengslum við breytta hugsun í varnarfyrirkomulagi Bandaríkjanna, en skilja Ísland útundan í þeim niðurskurði. Hversu mikill viljinn í Hvíta húsinu er fyrir því að hræra í þessum áætlunum er spurning sem svar gæti fengist við í dag. Nokkrir viðmælendur fréttastofunnar segja fundinn í Hvíta húsinu dag verðlaun Davíðs fyrir stuðning við stríðið í Írak. Hann sé jafnframt sá forsætisráðherra í Evrópu sem lengst hafi setið á valdastóli og rétt sé að klappa honum á bakið þegar ljóst er að hann sé að láta af störfum. Niðurskurður í Keflavík mun hins vegar halda áfram. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er að vænta frekari uppsagna frá og með næstu mánaðamótum og önnur bylgja ríður að líkindum yfir í október, þegar nýtt fjárhagsár hefst og fyrir liggur hversu mikið þarf að skera niður á því ári. Sá niðurskurður er enda, formlega séð, ekki tengdur breytingum á eðli varnarstöðvarinnar eða varnarsamningsins. Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar um hvernig framtíðin gæti litið úr á Miðnesheiði, og fyrir nokkru greindi Stöð 2 frá því sem heimildarmenn fréttastofunnar segja nú einna líklegustu niðurstöðuna, þ.e. að Keflavíkurstöðinni verði haldið í viðbragðsstöðu með lágmarksmannskap, hugsanlega nokkrum tugum hermanna sem gættu öryggis. Íslenskir verktakar hefðu það hlutverk að halda við tækjabúnaði og öðru sem þyrfti að vera til reiðu. Ýmis önnur starfsemi, svo sem viðhald og umsjón flugbrauta, yrði verkefni Íslendinga þó að Bandaríkjastjórn myndi hugsanlega greiða eitthvert gjald fyrir notkunarrétt eða því um líkt. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að bjóða út snjóruðninga, sem slökkviliðið hefur sinnt fram til þessa. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þungavigtarmenn í Bandaríkjastjórn verða á fundi þeirra Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, og George Bush, forseta Bandaríkjanna, síðdegis. Þar munu þeir ræða framtíð varnarsamstarfs. Með Davíð í för eru þeir Helgi Ágústsson sendiherra, Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Albert Jónsson sérfræðingur í forsætisráðuneytinu, Illugi Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra og Guðni Bragason sendiráðsfulltrúi. Bush Bandaríkjaforseti verður með öflugt lið á fundinum meðal annars Colin Powell, utanríkisráðherra og Stephen Hadley aðstoðar-þjóðaröryggisráðgjafa. Heimildarmenn fréttastofu telja flestir, að ekki sé stórtíðinda að vænta af fundinum, þar sem stefna Bandaríkjastjórnar liggi fyrir og hafi legið fyrir um hríð. Ekki standi til að hvika frá henni. Bandaríkjamenn vilji hins vegar ekki styggja íslensk stjórnvöld eða fara illa með trausta og trúa bandamenn. Mikill vilji sé fyrir því að fara hægt í sakirnar og hugsanlega draga niðurskurð í Keflavík á langinn, án þess þó að lokaniðurstaðan breytist nokkuð. Í varnarmálaráðuneytinu í Washington eru haukarnir harðir á því, að engin þörf sé á miklum varnarviðbúnaði í Keflavík, en þörf er fyrir bæði þotur og þyrlur annars staðar. Jafnframt sé ekki inni í myndinni að skera niður í Evrópu í tengslum við breytta hugsun í varnarfyrirkomulagi Bandaríkjanna, en skilja Ísland útundan í þeim niðurskurði. Hversu mikill viljinn í Hvíta húsinu er fyrir því að hræra í þessum áætlunum er spurning sem svar gæti fengist við í dag. Nokkrir viðmælendur fréttastofunnar segja fundinn í Hvíta húsinu dag verðlaun Davíðs fyrir stuðning við stríðið í Írak. Hann sé jafnframt sá forsætisráðherra í Evrópu sem lengst hafi setið á valdastóli og rétt sé að klappa honum á bakið þegar ljóst er að hann sé að láta af störfum. Niðurskurður í Keflavík mun hins vegar halda áfram. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er að vænta frekari uppsagna frá og með næstu mánaðamótum og önnur bylgja ríður að líkindum yfir í október, þegar nýtt fjárhagsár hefst og fyrir liggur hversu mikið þarf að skera niður á því ári. Sá niðurskurður er enda, formlega séð, ekki tengdur breytingum á eðli varnarstöðvarinnar eða varnarsamningsins. Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar um hvernig framtíðin gæti litið úr á Miðnesheiði, og fyrir nokkru greindi Stöð 2 frá því sem heimildarmenn fréttastofunnar segja nú einna líklegustu niðurstöðuna, þ.e. að Keflavíkurstöðinni verði haldið í viðbragðsstöðu með lágmarksmannskap, hugsanlega nokkrum tugum hermanna sem gættu öryggis. Íslenskir verktakar hefðu það hlutverk að halda við tækjabúnaði og öðru sem þyrfti að vera til reiðu. Ýmis önnur starfsemi, svo sem viðhald og umsjón flugbrauta, yrði verkefni Íslendinga þó að Bandaríkjastjórn myndi hugsanlega greiða eitthvert gjald fyrir notkunarrétt eða því um líkt. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að bjóða út snjóruðninga, sem slökkviliðið hefur sinnt fram til þessa.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira