Ræða varnarmál í Washington 6. júlí 2004 00:01 Þungavigtarmenn í Bandaríkjastjórn verða á fundi þeirra Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, og George Bush, forseta Bandaríkjanna, síðdegis. Þar munu þeir ræða framtíð varnarsamstarfs. Með Davíð í för eru þeir Helgi Ágústsson sendiherra, Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Albert Jónsson sérfræðingur í forsætisráðuneytinu, Illugi Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra og Guðni Bragason sendiráðsfulltrúi. Bush Bandaríkjaforseti verður með öflugt lið á fundinum meðal annars Colin Powell, utanríkisráðherra og Stephen Hadley aðstoðar-þjóðaröryggisráðgjafa. Heimildarmenn fréttastofu telja flestir, að ekki sé stórtíðinda að vænta af fundinum, þar sem stefna Bandaríkjastjórnar liggi fyrir og hafi legið fyrir um hríð. Ekki standi til að hvika frá henni. Bandaríkjamenn vilji hins vegar ekki styggja íslensk stjórnvöld eða fara illa með trausta og trúa bandamenn. Mikill vilji sé fyrir því að fara hægt í sakirnar og hugsanlega draga niðurskurð í Keflavík á langinn, án þess þó að lokaniðurstaðan breytist nokkuð. Í varnarmálaráðuneytinu í Washington eru haukarnir harðir á því, að engin þörf sé á miklum varnarviðbúnaði í Keflavík, en þörf er fyrir bæði þotur og þyrlur annars staðar. Jafnframt sé ekki inni í myndinni að skera niður í Evrópu í tengslum við breytta hugsun í varnarfyrirkomulagi Bandaríkjanna, en skilja Ísland útundan í þeim niðurskurði. Hversu mikill viljinn í Hvíta húsinu er fyrir því að hræra í þessum áætlunum er spurning sem svar gæti fengist við í dag. Nokkrir viðmælendur fréttastofunnar segja fundinn í Hvíta húsinu dag verðlaun Davíðs fyrir stuðning við stríðið í Írak. Hann sé jafnframt sá forsætisráðherra í Evrópu sem lengst hafi setið á valdastóli og rétt sé að klappa honum á bakið þegar ljóst er að hann sé að láta af störfum. Niðurskurður í Keflavík mun hins vegar halda áfram. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er að vænta frekari uppsagna frá og með næstu mánaðamótum og önnur bylgja ríður að líkindum yfir í október, þegar nýtt fjárhagsár hefst og fyrir liggur hversu mikið þarf að skera niður á því ári. Sá niðurskurður er enda, formlega séð, ekki tengdur breytingum á eðli varnarstöðvarinnar eða varnarsamningsins. Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar um hvernig framtíðin gæti litið úr á Miðnesheiði, og fyrir nokkru greindi Stöð 2 frá því sem heimildarmenn fréttastofunnar segja nú einna líklegustu niðurstöðuna, þ.e. að Keflavíkurstöðinni verði haldið í viðbragðsstöðu með lágmarksmannskap, hugsanlega nokkrum tugum hermanna sem gættu öryggis. Íslenskir verktakar hefðu það hlutverk að halda við tækjabúnaði og öðru sem þyrfti að vera til reiðu. Ýmis önnur starfsemi, svo sem viðhald og umsjón flugbrauta, yrði verkefni Íslendinga þó að Bandaríkjastjórn myndi hugsanlega greiða eitthvert gjald fyrir notkunarrétt eða því um líkt. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að bjóða út snjóruðninga, sem slökkviliðið hefur sinnt fram til þessa. Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira
Þungavigtarmenn í Bandaríkjastjórn verða á fundi þeirra Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, og George Bush, forseta Bandaríkjanna, síðdegis. Þar munu þeir ræða framtíð varnarsamstarfs. Með Davíð í för eru þeir Helgi Ágústsson sendiherra, Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Albert Jónsson sérfræðingur í forsætisráðuneytinu, Illugi Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra og Guðni Bragason sendiráðsfulltrúi. Bush Bandaríkjaforseti verður með öflugt lið á fundinum meðal annars Colin Powell, utanríkisráðherra og Stephen Hadley aðstoðar-þjóðaröryggisráðgjafa. Heimildarmenn fréttastofu telja flestir, að ekki sé stórtíðinda að vænta af fundinum, þar sem stefna Bandaríkjastjórnar liggi fyrir og hafi legið fyrir um hríð. Ekki standi til að hvika frá henni. Bandaríkjamenn vilji hins vegar ekki styggja íslensk stjórnvöld eða fara illa með trausta og trúa bandamenn. Mikill vilji sé fyrir því að fara hægt í sakirnar og hugsanlega draga niðurskurð í Keflavík á langinn, án þess þó að lokaniðurstaðan breytist nokkuð. Í varnarmálaráðuneytinu í Washington eru haukarnir harðir á því, að engin þörf sé á miklum varnarviðbúnaði í Keflavík, en þörf er fyrir bæði þotur og þyrlur annars staðar. Jafnframt sé ekki inni í myndinni að skera niður í Evrópu í tengslum við breytta hugsun í varnarfyrirkomulagi Bandaríkjanna, en skilja Ísland útundan í þeim niðurskurði. Hversu mikill viljinn í Hvíta húsinu er fyrir því að hræra í þessum áætlunum er spurning sem svar gæti fengist við í dag. Nokkrir viðmælendur fréttastofunnar segja fundinn í Hvíta húsinu dag verðlaun Davíðs fyrir stuðning við stríðið í Írak. Hann sé jafnframt sá forsætisráðherra í Evrópu sem lengst hafi setið á valdastóli og rétt sé að klappa honum á bakið þegar ljóst er að hann sé að láta af störfum. Niðurskurður í Keflavík mun hins vegar halda áfram. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er að vænta frekari uppsagna frá og með næstu mánaðamótum og önnur bylgja ríður að líkindum yfir í október, þegar nýtt fjárhagsár hefst og fyrir liggur hversu mikið þarf að skera niður á því ári. Sá niðurskurður er enda, formlega séð, ekki tengdur breytingum á eðli varnarstöðvarinnar eða varnarsamningsins. Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar um hvernig framtíðin gæti litið úr á Miðnesheiði, og fyrir nokkru greindi Stöð 2 frá því sem heimildarmenn fréttastofunnar segja nú einna líklegustu niðurstöðuna, þ.e. að Keflavíkurstöðinni verði haldið í viðbragðsstöðu með lágmarksmannskap, hugsanlega nokkrum tugum hermanna sem gættu öryggis. Íslenskir verktakar hefðu það hlutverk að halda við tækjabúnaði og öðru sem þyrfti að vera til reiðu. Ýmis önnur starfsemi, svo sem viðhald og umsjón flugbrauta, yrði verkefni Íslendinga þó að Bandaríkjastjórn myndi hugsanlega greiða eitthvert gjald fyrir notkunarrétt eða því um líkt. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að bjóða út snjóruðninga, sem slökkviliðið hefur sinnt fram til þessa.
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Sjá meira