Gert að greiða milljón í tryggingu 4. júlí 2004 00:01 Sýslumannsembætti Sauðárkróks hefur sent Landsmótsnefnd bréf og óskað eftir því að þeir greiði eina milljón króna í tryggingu fyrir löggæslukostnað fyrir mótið sem hefst á fimmtudag. Landsmótshöldurum er gert að greiða rétt tæplega 2,4 milljónir í löggæslu fyrir bæði Landsmótið og Unglingalandsmótið á Sauðárkróki. Um 2.000 manns hafa skráð sig til þátttöku á fullorðinsmótinu. Von er á að sex til fimmtán þúsund gestir fylgi þátttakendum. "Það stendur ekki til af hálfu okkar sem undirbúum mótið eða að hálfu sveitarfélagsins að greiða þennan kostnað," segir Bjarni Jónsson, formaður Landsmótsnefndar og varaforseti sveitarstjórnar. Bjarni segir að íþróttafélög af öllu landinu mæti til leiks. "Ef sambærilegt mót yrði haldið á Reykjavíkursvæðinu þá á ég ekki von á að farið væri fram á að slíkur kostnaður yrði greiddur frekar en verið hefur," segir Bjarni og bætir við: "Við teljum að stjórnvöld eigi að standa það vel við lögreglu- og sýslumannsembætti í landinu að þau ráði við slíkt og jafnréttis sé gætt." Bjarni segir dómsmálaráðherra hafa boðað nefndina á fund eftir landsmótið. "Mér finnst að sá fundur ætti allavega að fara fram áður en við förum að reiða fram tryggingar á meðan við bíðum eftir farsælli niðurstöðu." Bjarni segir sömu stöðu um allt land. "Ég veit að það er fylgst með þessu máli hér alls staðar á landinu hjá lögregluembættum, sveitarfélögum, íþróttafélögum og við lítum á þetta sem prófmál um það hvort það eigi að innleiða þetta misrétti til framtíðar. Menn munu hugsa sinn gang með að leggja í það hvort fara eigi í svona á landsbyggðinni og ég trúi því ekki að stjórnvöld ætli að láta það gerast." Ekki náðist í Ríkharð Másson, sýslumann á Sauðárkróki. Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Sýslumannsembætti Sauðárkróks hefur sent Landsmótsnefnd bréf og óskað eftir því að þeir greiði eina milljón króna í tryggingu fyrir löggæslukostnað fyrir mótið sem hefst á fimmtudag. Landsmótshöldurum er gert að greiða rétt tæplega 2,4 milljónir í löggæslu fyrir bæði Landsmótið og Unglingalandsmótið á Sauðárkróki. Um 2.000 manns hafa skráð sig til þátttöku á fullorðinsmótinu. Von er á að sex til fimmtán þúsund gestir fylgi þátttakendum. "Það stendur ekki til af hálfu okkar sem undirbúum mótið eða að hálfu sveitarfélagsins að greiða þennan kostnað," segir Bjarni Jónsson, formaður Landsmótsnefndar og varaforseti sveitarstjórnar. Bjarni segir að íþróttafélög af öllu landinu mæti til leiks. "Ef sambærilegt mót yrði haldið á Reykjavíkursvæðinu þá á ég ekki von á að farið væri fram á að slíkur kostnaður yrði greiddur frekar en verið hefur," segir Bjarni og bætir við: "Við teljum að stjórnvöld eigi að standa það vel við lögreglu- og sýslumannsembætti í landinu að þau ráði við slíkt og jafnréttis sé gætt." Bjarni segir dómsmálaráðherra hafa boðað nefndina á fund eftir landsmótið. "Mér finnst að sá fundur ætti allavega að fara fram áður en við förum að reiða fram tryggingar á meðan við bíðum eftir farsælli niðurstöðu." Bjarni segir sömu stöðu um allt land. "Ég veit að það er fylgst með þessu máli hér alls staðar á landinu hjá lögregluembættum, sveitarfélögum, íþróttafélögum og við lítum á þetta sem prófmál um það hvort það eigi að innleiða þetta misrétti til framtíðar. Menn munu hugsa sinn gang með að leggja í það hvort fara eigi í svona á landsbyggðinni og ég trúi því ekki að stjórnvöld ætli að láta það gerast." Ekki náðist í Ríkharð Másson, sýslumann á Sauðárkróki.
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira