Innlent

Hlusta ekki á neyðarbylgju

Landhelgisgæslan hefur áhyggjur af því hve fáir skipstjórar hafi stillt á rás 16, neyðarbylgjuna sem öllum sjófarendum er skylt að hlusta á. Varðstjórar hjá gæslunni urðu varir við þetta í gær þegar hafin var leit úr lofti og á legi að sómabátnum Eskey sem hafði dottið úr sjálfvirku tilkynningaskyldukerfi. Eskey var ekki í neinni hættu heldur að veiðum með öðrum smábátum. Enginn tók eftir kalli gæslunnar um aðstoð á neyðarrásinni. Landhelgisgæslan segir að vanræksla af þessu tagi dragi verulega úr öryggi á sjó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×