Besta fjárfestingin 29. júní 2004 00:01 Jóhanna Jónas fjárfesti í sjálfri sér fyrir átján árum og hefur aldrei iðrast þess. "Besta fjárfestingin sem ég hef gert var leiklistarnámið sem ég fór í til Bandaríkjanna. Skólinn hét School for the Arts at Boston University og það var blómsturupplifun að vera í þessum skóla í fjögur ár. Námið umbreytti mér bókstaflega og það myndaðist alveg splunkuný manneskja. Skólagjöldin voru svakalega há en ég fékk styrk frá skólanum og tók svo námslán sem ég er enn að borga og verð alla ævi. En ég borga af þeim með glöðu geði því þessi menntun er mér svo dýrmæt. Ég fékk alls konar skemmtilega vinnu í framhaldi af náminu, lék í sápuóperu í Ameríku og á sviði í New York og Los Angeles og svo hef ég fengið fjöldann allan af spennandi verkefnum hér á Íslandi eftir að ég kom heim. Ég er til dæmis núna að leika í söngleiknum Á framabraut en skólinn þar er ekki ólíkur skólanum sem ég fór í. Ég leik skólastýruna svo það er hægt að segja að ég sé komin í hring á vissan hátt. Fjárfestingin hefur ekki bara skilað sér í veraldlegum hlutum heldur í ótrúlegum þroska og lífsreynslu, því dýrmætasta sem ég á." Fjármál Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Jóhanna Jónas fjárfesti í sjálfri sér fyrir átján árum og hefur aldrei iðrast þess. "Besta fjárfestingin sem ég hef gert var leiklistarnámið sem ég fór í til Bandaríkjanna. Skólinn hét School for the Arts at Boston University og það var blómsturupplifun að vera í þessum skóla í fjögur ár. Námið umbreytti mér bókstaflega og það myndaðist alveg splunkuný manneskja. Skólagjöldin voru svakalega há en ég fékk styrk frá skólanum og tók svo námslán sem ég er enn að borga og verð alla ævi. En ég borga af þeim með glöðu geði því þessi menntun er mér svo dýrmæt. Ég fékk alls konar skemmtilega vinnu í framhaldi af náminu, lék í sápuóperu í Ameríku og á sviði í New York og Los Angeles og svo hef ég fengið fjöldann allan af spennandi verkefnum hér á Íslandi eftir að ég kom heim. Ég er til dæmis núna að leika í söngleiknum Á framabraut en skólinn þar er ekki ólíkur skólanum sem ég fór í. Ég leik skólastýruna svo það er hægt að segja að ég sé komin í hring á vissan hátt. Fjárfestingin hefur ekki bara skilað sér í veraldlegum hlutum heldur í ótrúlegum þroska og lífsreynslu, því dýrmætasta sem ég á."
Fjármál Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira