Innlent

Skipið í Straumsvík komið á flot

Tyrkneska skipið Kiran Pacific, sem strandaði á skeri skammt frá Straumsvík í fyrrakvöld, er komið á flot. Hollenskir björgunarmenn dældu lofti í tanka skipsins í dag og náðu að draga það frá skerinu, að því er virðist án þess að skemmdir hlutust af. Einhverjir brestir hafa þó myndast í skrokki skipsins. Óttast var að olía læki úr skipinu en Helgi Jensson, forstöðumaður hjá Umhverfisstofnun, segir að það hafi ekki gerst. Skipið liggur nú við akkeri úti fyrir Straumsvík. Kiran Pacific var að koma frá Bandaríkjunum með 45 þúsund tonn af súráli sem flytja átti til Straumsvíkur. Í skipinu eru 456 rúmmetrar af svartolíu, 52 rúmmetrar af dísilolíu og 31 rúmmetri af smurolíu. 21 maður er í áhöfn skipsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×