Samræmd vakstöð siglinga 28. júní 2004 00:01 Nú klukkan 16 verður undirritaður samningur milli Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar hf. og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar annars vegar og Siglingastofnunar hins vegar um rekstur og fyrirkomulag vaktstöðvar siglinga. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra munu jafnframt staðfesta samninginn. Þá verða einnig undirritaðir tveir samningar milli Neyðarlínunnar hf. og Flugfjarskipta ehf. um kaup á fjarskiptabúnaði og rekstarþjónustu. Með fyrstnefnda samninginum er þeim merka áfanga náð að allir aðilar sem koma að neyðarþjónustu við sæfarendur sameinast um eina samræmda vaktstöð. Landhelgisgæslan og Neyðarlínan hf. munu reka vaktstöðina sameiginlega og um leið mun vaktþjónusta sjálfvirku tilkynningarskyldunnar, sem rekin hefur verið af Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, flytjast frá fjarskiptamiðstöðinni í Gufunesi. Skipafjarskipti, sem Landssími Íslands hefur rekið, og vaktþjónustu Landhelgisgæslunnar, sem rekin hefur verið frá höfuðstöðvum gæslunnar við Seljaveg, flytjast einnig í Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Loftskeytastöðin í Vestmannaeyjum verður áfram rekin í tengslum við vaktstöðina í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Siglingastofnun mun hafa eftirlit með rekstri vaktstöðvarinnar en fyrirtæki á vegum Flugmálastjórnar, Flugfjarskipti ehf., mun annast þjónustu á sviði fjarskipta fyrir vaktstöðvarreksturinn en vaktstöðin verður einnig tengd þeirri fjarskiptaþjónustu sem þegar hefur verið komið á fót fyrir Neyðarlínuna og Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Með þessum áfanga eykst öryggi og viðbragðshraði og allar aðstæður batna til björgunar mannslífa í íslenskri efnahagslögsögu. Með samningnum verður vaktstöð siglinga sérstök miðstöð í Björgunarmiðstöðinni en fyrir eru tvær öflugar miðstöðvar, þ.e. Fjarskiptamiðstöð lögreglu og Neyðarlínan. Í næsta nágrenni er einnig flugstjórnarmiðstöð Flugmálastjórnar. Þegar vaktstöðvarnar verða varar við atvik sem kallar á samræmdar leitar- og björgunaraðgerðir, verður samræmingarstöð Almannavarna um leit og björgun virkjuð og mönnuð samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun og tekur hún þá við málinu, en vaktstöðvarnar halda áfram sinni reglulegu starfsemi. Athöfnin hefst klukkan 16 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Nú klukkan 16 verður undirritaður samningur milli Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar hf. og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar annars vegar og Siglingastofnunar hins vegar um rekstur og fyrirkomulag vaktstöðvar siglinga. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra munu jafnframt staðfesta samninginn. Þá verða einnig undirritaðir tveir samningar milli Neyðarlínunnar hf. og Flugfjarskipta ehf. um kaup á fjarskiptabúnaði og rekstarþjónustu. Með fyrstnefnda samninginum er þeim merka áfanga náð að allir aðilar sem koma að neyðarþjónustu við sæfarendur sameinast um eina samræmda vaktstöð. Landhelgisgæslan og Neyðarlínan hf. munu reka vaktstöðina sameiginlega og um leið mun vaktþjónusta sjálfvirku tilkynningarskyldunnar, sem rekin hefur verið af Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, flytjast frá fjarskiptamiðstöðinni í Gufunesi. Skipafjarskipti, sem Landssími Íslands hefur rekið, og vaktþjónustu Landhelgisgæslunnar, sem rekin hefur verið frá höfuðstöðvum gæslunnar við Seljaveg, flytjast einnig í Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Loftskeytastöðin í Vestmannaeyjum verður áfram rekin í tengslum við vaktstöðina í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Siglingastofnun mun hafa eftirlit með rekstri vaktstöðvarinnar en fyrirtæki á vegum Flugmálastjórnar, Flugfjarskipti ehf., mun annast þjónustu á sviði fjarskipta fyrir vaktstöðvarreksturinn en vaktstöðin verður einnig tengd þeirri fjarskiptaþjónustu sem þegar hefur verið komið á fót fyrir Neyðarlínuna og Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Með þessum áfanga eykst öryggi og viðbragðshraði og allar aðstæður batna til björgunar mannslífa í íslenskri efnahagslögsögu. Með samningnum verður vaktstöð siglinga sérstök miðstöð í Björgunarmiðstöðinni en fyrir eru tvær öflugar miðstöðvar, þ.e. Fjarskiptamiðstöð lögreglu og Neyðarlínan. Í næsta nágrenni er einnig flugstjórnarmiðstöð Flugmálastjórnar. Þegar vaktstöðvarnar verða varar við atvik sem kallar á samræmdar leitar- og björgunaraðgerðir, verður samræmingarstöð Almannavarna um leit og björgun virkjuð og mönnuð samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun og tekur hún þá við málinu, en vaktstöðvarnar halda áfram sinni reglulegu starfsemi. Athöfnin hefst klukkan 16 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira