Innlent

Opinn skógur á Snæfoksstöðum

Opnunarhátíð, Opins skógar á Snæfoksstöðum, verður haldin á morgun klukkan tvö. Opinn skógur er samstarfsverkefni skógræktarfélaganna, Olís og Alcan á Íslandi, er miðar að því að opna skóga og gera þá aðgengilega. Lögð er áhersla á upplýsingar um lífríki, náttúru og sögu viðkomandi svæðis. Hátíðarhöldin verða skammt austan Grímsnessafleggjarans til Þingvalla skammt frá Kolgrafarhól, við nýja aðkomu á Biskupstungnabraut. Siv Friðleifsdóttir Umhverfisráðherra mun opna skóginn að hætti skógarmanna. Boðið verður upp á hljóðfæraleik og léttar veitingar og gengið verður á Kolgrafarhól. Þar hefur verið komið fyrir útsýniskífu. Skógræktarfélag Árnesinga keypti jörðina Snæfoksstaði árið 1954 og hófst þá þegar handa við gróðursetningu. Jörðin er um 750 ha og er þar vaxin upp skógur á hundruðum ha og blasir hann að nokkru við vegfarendum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×